12 desember 2005

Hin hinstu jól

Á sunnudaginn verður úrslitaþáttur Popppunkts, milli Millanna og Geirfuglanna. Felix tilkynnir með alvöruþrunga að þetta sé "síðasti popppunktur sögunnar", svo er Silvía Nótt að kveðja á fimmtudaginn, strax á eftir uppgjöri íslenska batsjelorsins. Á mánudaginn er tvöfaldur lokaþáttur í Survivor...

Það er alveg á hreinu að heimurinn er að renna sitt skeið á enda. Þetta verða hin hinstu jól.

2 ummæli:

Mossmann sagði...

og vinur vor Mark spáir síberíukulda yfir norður evrópu á komandi misserum því golfstraumurinn er að gefa upp öndina.

There is no somewhere else

Bjössi sagði...

ég er öndin sem syndir á móti golfstraumnum