Tímarnir brjálast og mennirnir með
plötudómur eftir Jón Agnar Ólason Það er kunnara en frá þurfi að segja að samfélagsleg óáran er jafnan fyrirtaks gróðrarstía fyrir listsköpun hverskonar, og sú fjárhagslega óöld sem ríkt hefur hér á landi undanfarin misseri hreinlega æpti á að bálreið pönksveit sprytti upp úr tíðarandanum með hnefasteytingum og uppréttum löngutöngum. Þrír bráðvaskir kennarar úr Norðlingaskóla, þeir Björn, Þráinn og Björn, hafa hér svarað kallinu með látum, eins og pönks er von. Hljómsveitin heitir Blóð og platan, sem er fjögurra laga stuttskífa, nefnist Fólkið heimtar Blóð. Platan er semsé öll innblásin af ástandinu og nöfn laganna, að ekki sé minnst á textana sjálfa, bera hug meðlimanna glöggt vitni. Tónlistin er aukinheldur öll hin hráasta og eflaust tekin upp í saltvondri striklotu. Ekki er plötuumslagið síður hrátt, ljósrituð mynd af forviða kettlingsræksni sem líkast til var látinn hlusta á upptökustundir Blóðs frá upphafi til enda; hlustendur munu margir hverjir reka upp stór augu því þeir Blóðbr...