Færslur

Sýnir færslur frá september, 2007

PP á Rás 2

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4319551/2

Ef Grant er skoðað...

Mynd
Arnar Grant... Avram Grant... hver er munurinn?

Tónleikar á Grand Rokk

Mynd
Draumurinn minn er að rætast. Virðingartónleikar í tilefni af því að 25 ár eru liðin síðan besta hljómsveit Íslandssögunnar hætti. Grand Rokk á föstudaginn kl. 22:00. Óborganleg upphitunaratriði og svo besta tribjútband í heimi: Helgi, Pétur, Flosi og ég. Spread the word!

Konur og bílar

Mynd
Það er þrennt sem ekki passar saman: Áfengi og bílar = vont! Áfengi og konur = verra!! Bílar og konur = verst!!! Fréttir berast frá Sádí Arabíu að konur séu hnepptar í fangelsi fyrir að krefjast þess að fá ökuréttindi. Það er ekki oft sem maður er sammála öfgatrúuðum múslimum. En nú er ég það. Myndin fyrir ofan er af Helen Keller, sem var blind, heyrnarlaus og mállaus. Af hverju var hún svona lélegur ökumaður? Af því að hún var kona!

Fif.fi er á för.um

Mynd
Það eru ekki allir vinir manns sem gera sér grein fyrir því að maður fagni brottför þeirra af landinu. En Fiffi er einn af þeim. Eins og stundum er sagt í DV: myndin tengist fréttinni ekki að nokkru leyti. Samt er þetta fyrsta myndin sem kemur upp á gúggul þegar maður slær inn: fiffi. Áhyggjuefni?

Leoncie eða Beyonce?

Mynd
Þó að nöfnin rími þá er ekki margt sameiginlegt, eða hvað? Það er annaðhvort í ökkla eða eyra!

Forsetaefni

Mynd
Þessi gaur hefur ákveðið að hann langi til að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hingað til hefur hann helst verið þekktur fyrir að leika saksóknara í Law and Order. Á opinberum vettvangi hefur hann látið hafa það eftir sér að fjöldamorð byssumanns í Virginia Tech háskólanum sé sönnun þess að réttast sé að háskólanemar í öllum bandarískum háskólum fái að bera skotvopn. Gott að vita að framtíðin er björt hjá kananum.

Týndur

Vildi bara láta vita af mér. Hef ekki getað bloggað mikið. Fór með tvo Þjóðverja í sightseeing í Skaftafelli. Varð viðskila við þá svo ég drullaði mér í bæinn. Skrapp svo í smá flugtúr með Steve Fossett. Héldu allir að við værum rússnesk sprengjuvél og við vorum hundeltir. Ákvað svo að skreppa frekar í siglingu. Á löskuðum báti sem heitir Harpa. En hann er víst horfinn. Tek bara strætó í staðinn. Nema hann er farinn að ganga svo skrykkjótt. Fokkitt, ég labba bara.