Týndur

Vildi bara láta vita af mér.

Hef ekki getað bloggað mikið.

Fór með tvo Þjóðverja í sightseeing í Skaftafelli.

Varð viðskila við þá svo ég drullaði mér í bæinn.

Skrapp svo í smá flugtúr með Steve Fossett.

Héldu allir að við værum rússnesk sprengjuvél og við vorum hundeltir.

Ákvað svo að skreppa frekar í siglingu.

Á löskuðum báti sem heitir Harpa.

En hann er víst horfinn.

Tek bara strætó í staðinn.

Nema hann er farinn að ganga svo skrykkjótt.

Fokkitt, ég labba bara.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hahaha - takk fyrir síðast :)
Nafnlaus sagði…
Alltaf jafn sniðugur... þarf að muna að kíkja hingað oftar - léttir lundina.kv. Bára

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu