09 september 2007

Forsetaefni


Þessi gaur hefur ákveðið að hann langi til að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hingað til hefur hann helst verið þekktur fyrir að leika saksóknara í Law and Order.
Á opinberum vettvangi hefur hann látið hafa það eftir sér að fjöldamorð byssumanns í Virginia Tech háskólanum sé sönnun þess að réttast sé að háskólanemar í öllum bandarískum háskólum fái að bera skotvopn.
Gott að vita að framtíðin er björt hjá kananum.

2 ummæli:

Anna sagði...

Jahá - ekki var ég búin að heyra þetta með skotvopnin fyrir hinn almenna skólakrakka ... ekki það að það komi manni neitt á óvart sem "ákveðið" er í Ammríku .... held nú samt að þessi gaur eigi bara að halda sig við það að leika í Law & Order eða einhverju slíku

Ársæll sagði...

Ef hann hættir að leika í þáttunum, þá ættir þú að sækja um.