Forsetaefni
Þessi gaur hefur ákveðið að hann langi til að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Hingað til hefur hann helst verið þekktur fyrir að leika saksóknara í Law and Order.
Á opinberum vettvangi hefur hann látið hafa það eftir sér að fjöldamorð byssumanns í Virginia Tech háskólanum sé sönnun þess að réttast sé að háskólanemar í öllum bandarískum háskólum fái að bera skotvopn.
Gott að vita að framtíðin er björt hjá kananum.
Ummæli