Eitt fyrst: Syd Barrett er dáinn. Hann stofnaði Pink Floyd og samdi öll lögin á fyrstu plötunni þeirra, en enginn hlustar lengur á þá plötu vegna þess hversu óskaplega vel eftirmanni hans Roger Waters tókst að fanga sálarlíf ofdekraða litla stráksins sem finnst hann ekki eiga neina vini, bú fokking hú. Meistari Syd fangaði á hinn bóginn sálarlíf þess sem er á barmi geðveikinnar. Geðlyfin blönduðust illa saman við sýruna og Syd missti vitið. Að lokum var ekki hægt að halda áfram með hljómsveitina með hann innanborðs og þar við sat. Hann bjó lengi hjá mömmu sinni og hugsaði um garðinn. Dag einn mætti hann svo útúrkexaður í stúdíóið þar sem hinir voru að taka upp eitthvað rúnk, og sagðist vera kominn að spila sinn part. Hinum fannst það mjög átakanlegt, og sömdu um þennan atburð sennilega eina lagið með Pink Floyd eftir að Syd hætti, sem er ekki ömurlegt. Það heitir Wish You Were Here. Nú, en að öðru. Ég gerði kraftaverk í gær. Tæknivinna fyrir sýningu dagsins á hátíðinni hér fyrir norðan...