Ísó

Þá er maður búinn að koma sér westur og byrjaður að vinna hér á Ísafirði. Með mér í för eru frú og loðdýr því Rósa og Pjakkur komu með mér hingað í fyrradag. Við búum í miðbæ Ísafjarðar (já, það er til úthverfi hérna og það er ekki á Grænlandi!) á Pólgötu 4, hjá ungu pari sem á fjóra ketti. Þar af leiðandi hefur eineygða skrímslið okkar verið á tauginni síðan við komum en er allur að koma til. Fyrstu nóttina vakti hann okkur með væli og stælum klukkan 3 og linnti ekki látum fyrr en um hálfsex þannig að fyrsti vinnudagurinn fór satt að segja hálfpartinn framhjá mér. Gekk samt bara vel miðað við aðstæður. Dagurinn í dag var miklu betri og ég er kominn á fullt að leikstýra þessum ungmennum, sem eru all-svakalega efnileg.

Fyndið að ein stelpan í hópnum er algjör tvífari Páska.

Rósa situr heima og slakar á meðan ég vinn, sem betur fer eru dagarnir stuttir, eða frá 8-2 til að byrja með, svo á það örugglega eftir að breytast eins og allt gerir yfirleitt þegar leiklist er annars vegar.

Bæjarpöbbinn Langi Mangi er jafn svalur og alltaf og á fimmtudaginn er spurningakeppnin Drekktu Betur þar á dagskrá. Feels like home.

Adios, amigos, eða hvernig sem maður segir það á pólsku, grænlensku eða tælensku!

Ummæli

Unknown sagði…
Á ég tvífara á Ísó - hvernig má það vera - ég hélt það væri nú bara til eitt eintak af mér og er það nú líka bara alveg nóg !!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu