Hin óþörfu "ok"
Það er stundum býsna margt sem fer í taugarnar á mér. Eitt svoleiðis er þegar maður er að eiga sms-kipti við fólk (flott nýyrði!) og það sendir manni fullkomlega tilgangslaust "ok" þegar samræðunum er lokið.
Dæmi:
A: Hæ, geturu hitt mig eftir vinnu?
B: Ekki málid, hvar og hvenær?
A: Verd á Grand Rokk uppúr kl. 5
B: ok
Hvað er að þessu? spyr kannski einhver. Jú, þetta væri allt í lagi ef menn væru að tala saman í síma. Þar gilda aðrar reglur um það hvenær er kurteisi að svara - eiginlega alltaf þegar maður talar í síma. En sms er öðruvísi. Maður gerir ráð fyrir að skeytið hafi borist. Maður gerir ráð fyrir að það hafi verið lesið. Og ef maður er ekki að senda algjörum fávita, þá gerir maður ráð fyrir að það hafi skilist.
Það er algjör óþarfi að segja "ok"!!!
Ég er búinn að senda sms þar sem eitthvað hefur verið ákveðið, hvort sem það er að hittast eða eitthvað annað. Frá mínum bæjardyrum séð er málið útrætt. Í dæminu hér fyrir ofan er það ljóst að B veit að A ætlar að vera á Grand Rokk uppúr kl. 5 og býst við að B komi þangað. Hann er búinn að setja keylock á símann, stinga honum í vasann og farinn að hugsa um eitthvað annað.
Þá pípir síminn. Og maður hugsar, hvað nú? Hentar þessi tími ekki, er nauðsynlegt að breyta planinu? Er eitthvað vesen?
Og tekur símann upp aftur, tekur hann af keylock, ýtir á einhvern takka til að sjá hvað hinn þurfti svona nauðsynlega að láta mann vita.
Og les: "ok"
HÆTTIÐI ÞESSU FÍFLIN YKKAR!
Dæmi:
A: Hæ, geturu hitt mig eftir vinnu?
B: Ekki málid, hvar og hvenær?
A: Verd á Grand Rokk uppúr kl. 5
B: ok
Hvað er að þessu? spyr kannski einhver. Jú, þetta væri allt í lagi ef menn væru að tala saman í síma. Þar gilda aðrar reglur um það hvenær er kurteisi að svara - eiginlega alltaf þegar maður talar í síma. En sms er öðruvísi. Maður gerir ráð fyrir að skeytið hafi borist. Maður gerir ráð fyrir að það hafi verið lesið. Og ef maður er ekki að senda algjörum fávita, þá gerir maður ráð fyrir að það hafi skilist.
Það er algjör óþarfi að segja "ok"!!!
Ég er búinn að senda sms þar sem eitthvað hefur verið ákveðið, hvort sem það er að hittast eða eitthvað annað. Frá mínum bæjardyrum séð er málið útrætt. Í dæminu hér fyrir ofan er það ljóst að B veit að A ætlar að vera á Grand Rokk uppúr kl. 5 og býst við að B komi þangað. Hann er búinn að setja keylock á símann, stinga honum í vasann og farinn að hugsa um eitthvað annað.
Þá pípir síminn. Og maður hugsar, hvað nú? Hentar þessi tími ekki, er nauðsynlegt að breyta planinu? Er eitthvað vesen?
Og tekur símann upp aftur, tekur hann af keylock, ýtir á einhvern takka til að sjá hvað hinn þurfti svona nauðsynlega að láta mann vita.
Og les: "ok"
HÆTTIÐI ÞESSU FÍFLIN YKKAR!
Ummæli