Feitibjörn tekur pásu

 Kæru vinir

Verkefnið að smakka og dæma hvern einasta íslenska jólabjór hefur vaxið með ári hverju. Feitibjörn hefur verið svo heppinn að geta reitt sig á góðra vina hjálp síðustu misserin og það hefur verið bæði gaman og gefandi. Þakklæti til frú Feitabjarnar, Koppa-Krissa og svo er það hann elsku Immagaddus.

Þessi nöfn segja ykkur auðvitað ekki neitt, sem er alveg eins og það á að vera.

En Immagaddus féll frá á sviplegan hátt fyrir nokkrum vikum. Hans er sárt saknað og einhvern veginn finnur Feitibjörn ekki hjá sér löngun til að fara í hina árlegu risasmökkun akkúrat núna. 

Vona að þið skiljið þetta og hittumst vonandi hress að ári.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Feitibjörn smakkar þetta árið.....er það ekki?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022