Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2006

Til eru tarnir...

Jólafríin hjá mér eru sjaldnast löng. Í ár var engin breyting þar á, þar sem ég var í prófum til 18. desember (tók þrjú próf, rústaði tveimur en klúðraði hinu) og daginn eftir var frumsýning í Melaskóla. Eins og sumir vita var ég svo líka að leika í Jólaperunni á Grand Rokk svo það var ekki laust við að maður kæmi þreyttur heim eftir lokasýningu í Meló í fyrradag. Í gær var svo farið í Kringluna og byrjað á jólagjafainnkaupunum. Mér tókst ekki að slá metið frá í fyrra, sem var 70 þúsund króna eyðsla á einum og hálfum tíma og allar gjafir komnar. Síðasta gjöf á enn eftir að koma í hús þegar þetta er skrifað og eyðslan verður ekki jafn mikil, sem er kannski eins gott. Dagvaktir á Grand Rokk sjá svo til þess að mér leiðist ekki í fríinu. Hin vikulega spurningakeppni var í gær og þar var ég spyrill, með jólaþema í spurningunum. Fínt að fá kassa af bjór fyrir hátíðirnar, en það eru launin fyrir að semja 40 spuringar og standa í klukkutíma í jólasveinabúningi sem klæjar eins og moððerfokker ...

Trúarbrögð í London

Arsenal, 14 points adrift of leaders Manchester United in the Premiership, step up their challenge for the Carling Cup with a quarter-final at Liverpool tonight. They will have Tomas Rosicky back from injury and, for goalkeeper Manuel Almunia, the game represents the opportunity to persuade Wenger that he can afford to release Jens Lehmann when his contract expires next summer. Lehmann may be 37 but he is still wanted on the Continent, where Sevilla head a group of clubs who want to offer the German a two-year contract. Wenger's policy has been to offer players over 30 only one-year deals, as witnessed a year ago when Robert Pires left. The manager is to discuss the goalkeeper's future with him, so Almunia knows that an impressive performance at Anfield will do his hopes of claiming the first-choice jersey no harm. Lehmann said: "I like it here and so do my family but we will just have to wait and see what happens." Meanwhile, Arsenal have asked supporters not to brin...

Hæ Immagaddus!

Mynd

Góðverk - eftirmáli

Í morgun fór ég vestur í Melaskóla. Fótgangandi. Labbaði fram hjá Landspítalanum. Þegar ég gekk fram hjá geðdeildinni þar sem alltaf er hrúga af liði úti að reykja sá ég kunnuglegt andlit. Sami gaur og fékk að hringja hjá mér fyrir viku!

Hvað gera Lego-kallarnir þegar þú ert ekki heima?

Mynd

Góðverk á stoppistöð

Í dag tók ég strætó á Grand, sem er ekki í frásögur færandi út af fyrir sig. Þurfti að bíða nokkuð lengi eftir vagninum fyrir utan Drauminn á Rauðarárstíg og fylgdist með öskubíl bakka inn í portið við hliðina á þeirri ágætu sjoppu. Svo kom maður gangandi í áttina að mér. Fyrst hélt ég að þetta væri einn af öskuköllunum en svo sá ég að fötin hans voru subbuleg af allt öðrum ástæðum. Ég var einmitt að draga símann minn upp úr vasanum til að gá hvað klukkan væri og áður en ég vissi var náunginn kominn þétt upp að mér. Ég leit í augun á honum og sá heilt apótek að störfum. "...áttu fimndrukall...?" "Nei, ég á engan pening, því miður," svaraði ég og lét hugann reika til atviksins í 11-11 um daginn. Hann hafði séð símann. "...máé hringeittstutthjáér...?" "Jájá, ekkert mál," sagði ég og þorði ekki annað. Hann tók við símanum, settist á bekk, tók eftir því að hann var með annan skóinn í hendinni, varð eitthvað foj yfir því og grýtti skónum áleiðis eftir...

Jólapera

Mynd
Nú fer að líða að frumsýningu aðventuleikrits Peðsins sem að þessu sinni er Jólaperan - Helgileikurinn um Jósef frá Nasaret. Sýningar verða fyrstu þrjá sunnudaga í aðventu þ.e. Sunnudaginn 3. desember, 10. desember og 17. desember kl. 18:00 á efri hæð Grand Rokk. Þar sem sætafjöldi er takmarkaður á allar sýningar er hægt að panta miða á Grand Rokk. Miðaverð er einungis kr. 500,- og greiðist við innganginn. Og aðalástæða þess að þessi auglýsing er hér er sú að ég er að vinna þarna algeran leiksigur eftir nær tveggja áratuga hlé frá því ég steig síðast á svið.