Háskóli Íslands

Grr!

Ég er veikur heima, eins og komið hefur fram. Og augljóst er því ég er ALLTAF að blogga.

En ég hef verið í allan dag að vinna í að klára umsóknina mína um nám í Háskóla Íslands. Þar sem ég ætla að ná mér í kennsluréttindi (og reyndar er ég með plön um að taka 30 einingar í hagnýtri ensku samhliða því, bæði svo mér leiðist ekki því háskólanám er jú ekkert svakalega erfitt, en einnig svo ég eigi betri möguleika á starfi við enskukennslu) vá hvað þetta varð langur svigi.

Ég kann greinilega ekki að koma mér að efninu.

Jú, því ég átti að skrifa 300 orða ritgerð um það hvers vegna kennsla ætti við mig og hvers vegna ég ætti við kennslu. Og var svo fljótur að koma mér að efninu að þetta urðu rúm 100 orð.

En hins vegar á ég að skila eyðublaði með skráningu í kúrsa. Ekkert mál, hugsa ég og fer á vefsíðu skólans til að finna út hvaða kúrsa ég á að fara í, hvaða númer er á þeim, hverjir eru um haust og hverjir um vor og þannig mætti ekki lengur telja því þá er allt komið sem ég þurfti að finna út úr.

Tveimur og hálfum tíma og einu hvítvínsglasi síðar er ég farinn á barinn, því ég hef greinilega fallið á inntökuprófinu.

Gjöriði bara svo vel ef þið viljið reyna!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Æji, langur listi.

Kveðja
Þóra
Nafnlaus sagði…
Ég held að þú ættir að notfæra þér "hintið" sem nafnið á síðunni er. Þ.e.Ugla, þú gengur þá bara í barndóm og gerir, Ugla sat á kvisti o.sv.fr. Held að það passi bara vel við, þar sem þú ætlar að hefja nám á Melakleppi ;-/

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu