Áfram Ísland
Strákarnir okkar (nú getur maður aldrei sagt þetta framar án þess að sjá fyrir sér 11 homma saman í sturtu) voru að vinna Rússa í fyrsta sinn á stórmóti, 34-32. Eftir fimm mínútur var staðan 4-1 fyrir Rússa en þá kom 10 mínútna kafli þar sem Íslendingar skoruðu 9 mörk gegn einu og eftir það var sigurinn aldrei í teljandi hættu.
Eftir leikinn var stórskemmtilegt viðtal við Óla Stef, sem er vinur minn af því að pabbi hans lagaði á mér innra nefið. En það fyndna var að viðtalið má nota, óbreytt, í næsta áramótaskaup. Ég meina, maðurinn er 32 ára gamall, en talar eins og Silvía Nótt:
Já, þússt, bara... vá skiluru? Bara... Lexi að standa sig, Gaui alveg geeeigur þússt, Nóri að takadda skiluru, ég bara vá!
Ég ætla að reyna að finna link á þetta og setja hér inn.
Króatar á morgun, þeir verða linir eftir að frændur vorir Danir hafa tekið þá í ósmurt núna klukkan fimm. Vinnum þá, tökum svo para-Nojarana í sirkussýningu...
Einn leik í einu dzeng!
Man alltaf eftir laginu hans Ómars Ragnarssonar, sem hét einmitt "Áfram Ísland":
Aldrei gefumst við upp þó að gangi illa, að sjá
Eins og grenjandi ljón verður sérhver okkar þá
Og við verjumst og berjumst og bítum jaxlinn á
Okkar besta leik við skulum ná
Strákar tala saman í vörninni
Tefja ekki í sókninni
Taka á öllu og slappa aldrei af
Djarfir brjótast inn í hornunum
Ógna þeim með uppstökkum
Opna línuna og SKJÓTA ÞÁ Í KAF
Áfram Ísland, áfram Ísland, áfram Ísland, ÁFRAM ÍSLAND
Okkar besta leik við skulum ná!
Eftir leikinn var stórskemmtilegt viðtal við Óla Stef, sem er vinur minn af því að pabbi hans lagaði á mér innra nefið. En það fyndna var að viðtalið má nota, óbreytt, í næsta áramótaskaup. Ég meina, maðurinn er 32 ára gamall, en talar eins og Silvía Nótt:
Já, þússt, bara... vá skiluru? Bara... Lexi að standa sig, Gaui alveg geeeigur þússt, Nóri að takadda skiluru, ég bara vá!
Ég ætla að reyna að finna link á þetta og setja hér inn.
Króatar á morgun, þeir verða linir eftir að frændur vorir Danir hafa tekið þá í ósmurt núna klukkan fimm. Vinnum þá, tökum svo para-Nojarana í sirkussýningu...
Einn leik í einu dzeng!
Man alltaf eftir laginu hans Ómars Ragnarssonar, sem hét einmitt "Áfram Ísland":
Aldrei gefumst við upp þó að gangi illa, að sjá
Eins og grenjandi ljón verður sérhver okkar þá
Og við verjumst og berjumst og bítum jaxlinn á
Okkar besta leik við skulum ná
Strákar tala saman í vörninni
Tefja ekki í sókninni
Taka á öllu og slappa aldrei af
Djarfir brjótast inn í hornunum
Ógna þeim með uppstökkum
Opna línuna og SKJÓTA ÞÁ Í KAF
Áfram Ísland, áfram Ísland, áfram Ísland, ÁFRAM ÍSLAND
Okkar besta leik við skulum ná!
Ummæli
Annars eru Króatar nú yfir Dönum í augnablikinu...