Áfram Ísland

Strákarnir okkar (nú getur maður aldrei sagt þetta framar án þess að sjá fyrir sér 11 homma saman í sturtu) voru að vinna Rússa í fyrsta sinn á stórmóti, 34-32. Eftir fimm mínútur var staðan 4-1 fyrir Rússa en þá kom 10 mínútna kafli þar sem Íslendingar skoruðu 9 mörk gegn einu og eftir það var sigurinn aldrei í teljandi hættu.

Eftir leikinn var stórskemmtilegt viðtal við Óla Stef, sem er vinur minn af því að pabbi hans lagaði á mér innra nefið. En það fyndna var að viðtalið má nota, óbreytt, í næsta áramótaskaup. Ég meina, maðurinn er 32 ára gamall, en talar eins og Silvía Nótt:

Já, þússt, bara... vá skiluru? Bara... Lexi að standa sig, Gaui alveg geeeigur þússt, Nóri að takadda skiluru, ég bara vá!

Ég ætla að reyna að finna link á þetta og setja hér inn.

Króatar á morgun, þeir verða linir eftir að frændur vorir Danir hafa tekið þá í ósmurt núna klukkan fimm. Vinnum þá, tökum svo para-Nojarana í sirkussýningu...

Einn leik í einu dzeng!

Man alltaf eftir laginu hans Ómars Ragnarssonar, sem hét einmitt "Áfram Ísland":

Aldrei gefumst við upp þó að gangi illa, að sjá
Eins og grenjandi ljón verður sérhver okkar þá
Og við verjumst og berjumst og bítum jaxlinn á
Okkar besta leik við skulum ná

Strákar tala saman í vörninni
Tefja ekki í sókninni
Taka á öllu og slappa aldrei af
Djarfir brjótast inn í hornunum
Ógna þeim með uppstökkum
Opna línuna og SKJÓTA ÞÁ Í KAF

Áfram Ísland, áfram Ísland, áfram Ísland, ÁFRAM ÍSLAND
Okkar besta leik við skulum ná!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Minns var nú bara í vinnunni á meðan Íslendingar spiluðu þennan leik .... sá nú samt á mbl.is að þeir hefðu unnið ... alveg frábært bara ..... kannski að maður nái að sjá einhvern af næstu leikjum ... ;o)
Nafnlaus sagði…
Iss ég gat nú ekkert spila þennan pac-man sem þú varst búinn að lofa!

Annars eru Króatar nú yfir Dönum í augnablikinu...
Bjössi sagði…
Það er nú varla mér að kenna að þú sért léleg í pac-man?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu