Sumarið er búið!

Allavega var komið haust í gær. Djísus hvað það fauk í mig, og ekki bara út af rokinu á Kjalarnesi. Ég gerði þau mistök í gær að koma við á Ölveri eftir vinnu og fá mér bjór. Ekki að það séu mistök útaf fyrir sig að fá sér bjór, þvert á móti, heldur var það ætlunin að taka strætó heim þaðan. Þannig að 5 mínútum áður en vagninn átti að koma fór ég út í veðrið.

Og það er búið að færa stoppistöðina við Glæsibæ. Hún er ekki lengur við Álfheima, heldur hinumegin við hornið, við Suðurlandsbrautina.

Skýlið er hins vegar enn á sínum gamla stað við Álfheima, og kom því að takmörkuðum notum í rigningunni.

Og ekki kom vagninn.

Þegar hann var orðinn tíu mínútum of seinn hringdi ég í 540-2700 til að fá upplýsingar. Það var svarað í 11. tilraun, og þá var ég orðinn verulega fúll (og verulega blautur!) og lét út úr mér að ég væri að verða vitlaus á biðinni. Svarið lét ekki á sér standa:

"Hann hlýtur að fara að koma."

Ég sagðist engann áhuga hafa á að vita hvað manninum fyndist um hvað hlyti að vera, ég vildi vita hvar helvítis fokking vagninn væri og það strax.

Og þá var skellt á mig.

Ég hringdi aftur. Ekkert svar. Og aftur... í níundu tilraun var svarað. Og mér sagt að til að fá upplýsingar um vagninn yrði ég að hringja í annað númer.

Ég tók leigubíl heim. Og tók nótu. Og þegar ég var kominn inn úr rigningunni og úr blautu fötunum hringdi ég í 660-2345. Það er gsm númerið hjá Ásgeiri framkvæmdastjóra Strætó.

Hann var til í að borga mér fyrir leigubílinn, ef ég myndi póstleggja nótuna til hans.

Svo fór ég á Sonic Youth í gær. Þriðja sinn sem ég sé þau, eftir eitt skipti í Pittsburgh (að hita upp fyrir Neil Young!) og eitt í London. Megatónleikar. Og ég fæ að hitta goðin á eftir, því Grímur lofaði mér að ég mætti fá áritun á plötu-umslögin mín. Jibbí!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Snilld með strætó og leigubílinn. Er strætó-manninn búinn að borga þér þetta til baka?

Takk fyrir í kvöld ;o)
Unknown sagði…
Hvernig voru SY?
sástu ghostigital líka?
hvernig var thad?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu