Djöfullinn danskur! Þá er enn eittt árið að renna sitt skeið á enda og ekki hefur það nú verið neitt frábært, sama hvort þú ert launaþræll hjá ferðaþjónustufyrirtæki, kennari eða hjúkka. Ef þú ert þingmaður hefur árið reyndar örugglega verið fínt því launin eru ágæt og það virðist vera búið að taka þá ákvörðun að leggja niður kosningar svo það verður bara hægt að hirða launin áfram sama hvað kemur upp úr kössunum. Enda veit enginn lengur hvað kemur upp úr kössunum, hvað þá að mönnum sé ekki bara drull. Árið hefur semsagt einkennst af vonbrigðum. Bólusetningarnar sem áttu að redda öllu stóðu ekki undir væntingum. Þríeykið sligaðist undan þyngd fálkaorðunnar og eftirlét samtökum atvinnulífsins að semja sóttvarnarreglur. Bjór hækkaði í verði. Bjór. Hækkaði. Í. Verði. Því ef það er eitthvað sem einkennir jólabjórframboð hinna íslensku brugghúsa, stórra og smárra, á þessu guðsvolaða ári, þá er það helvítis okurverðið. Bjórgerðarmenn hafa tekið til sín slagorð Alþýðusambandsins um að þ...
Ummæli
Annars er ég ekki alveg sáttur við að þetta dragdjamm sé búið,,, ég meina þetta kláraðist bara hviss bang, allt búið !
Er ekki eitthvað pínu eftir ?
Ég held líka með júnæted í Ítölsku, æðslegur búningur, mætti bara vera í hærri sokkum ;)
Sko núna um helgina ætla vinir mínir að fara með mig á fjöll og "afhomma" mig eins og þeir orðuðu það. þeir ætla að láta mig veiða Gæsir, drekka brennivín af stút og fara með öll þrjú kvæði Réttarvatns óaðfinnanlega.
Ef þessi heilaga þrenning virkar ekki má búast við að þeir beiti handafli, jæts hvernig ættli það sé !!!
Nú ef ég slepp þokkalega heill og óskaddaður mun ég leiðast aftur út í daður og drag.
Kveðja,
Cassandra.