Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2017

Mosi frændi vekur hörð viðbrögð

Síðan í menntó hef ég verið hluti af hljómsveit sem kallar sig því óvenjulega nafni Mosi frændi. Sumum finnst gaman að okkur og við náðum því sem fáum hefur tekist, að gefa sjálfir út lag og koma því í mikla útvarpsspilun og á vinsældalista, þegar tveir útgáfurisar voru nær einráðir á markaðnum og hleyptu bara þeim að sem voru "líklegir til vinsælda" - sem við vorum pottþétt ekki. Lagið var gefið út á lítilli plötu sem er uppseld í dag og eintök skipta höndum fyrir frekar háar fjárhæðir á safnarasíðum. Áratugum síðar gerðist það svo óvænt að gerð var netkönnun um hver væri besta smáskífa íslensku rokksögunnar. Nokkur hundruð manns tóku þátt og við sigruðum afgerandi. Spáðu í mig með Megasi var í öðru sæti. Spáðu í það! En við höfðum líka alltaf einhvern veginn lag á að fara í taugarnar á fólki. Þóttum ekki nógu flinkir á hljóðfærin, vera með ágætar hugmyndir en ekki ráða við að útfæra þær, eiga okkur óraunhæfa drauma um vinsældir miðað við hvað við værum lélegir... og þ...

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2017

Mynd
Jólabjórrýni Feitabjarnar 2017 Já börnin mín góð. Við lifum á áhugaverðum tímum. Þegar þetta er skrifað er nýbúið að birta níu ára gamalt leyndósímtal Davíðs og Geirs um hvernig væri gáfulegast að koma af stað efnahagshruni, skatta-Kata er gengin í björg og við erum að horfa upp á langdregið dauðastríð Sjálfstæðisflokksins sem virðist vera að takast að draga nokkurn veginn alla aðra stjórnmálaflokka landsins niður með sér. Í svona aðstæðum er aðeins eitt ráð og það er að drekka frá sér ráð og rænu, helst daglega og jafnvel oftar en einu sinni á dag. Það skiptir engu máli hvort lifrin bilar því það er hvort sem er ekkert heilbrigðiskerfi lengur, menntakerfið er í þvílíkri rúst að ég fór áðan í fjórar matvörubúðir en hvergi var hægt að fá stafapasta, Glitnir HoldCo munu að öllum líkindum setja lögbann á jólabjórrýni Feitabjarnar fljótlega og Vottar Jehóva voru að hringja. Í þetta sinn er þeim alvara sögðu þeir. Það ER að koma heimsendir. Það er því ekkert vitrænt í stöðu...