Mosi frændi vekur hörð viðbrögð
Síðan í menntó hef ég verið hluti af hljómsveit sem kallar sig því óvenjulega nafni Mosi frændi. Sumum finnst gaman að okkur og við náðum því sem fáum hefur tekist, að gefa sjálfir út lag og koma því í mikla útvarpsspilun og á vinsældalista, þegar tveir útgáfurisar voru nær einráðir á markaðnum og hleyptu bara þeim að sem voru "líklegir til vinsælda" - sem við vorum pottþétt ekki. Lagið var gefið út á lítilli plötu sem er uppseld í dag og eintök skipta höndum fyrir frekar háar fjárhæðir á safnarasíðum. Áratugum síðar gerðist það svo óvænt að gerð var netkönnun um hver væri besta smáskífa íslensku rokksögunnar. Nokkur hundruð manns tóku þátt og við sigruðum afgerandi. Spáðu í mig með Megasi var í öðru sæti. Spáðu í það! En við höfðum líka alltaf einhvern veginn lag á að fara í taugarnar á fólki. Þóttum ekki nógu flinkir á hljóðfærin, vera með ágætar hugmyndir en ekki ráða við að útfæra þær, eiga okkur óraunhæfa drauma um vinsældir miðað við hvað við værum lélegir... og þ...