31 desember 2014

Óskalisti fyrir 2015

Ég hef aldrei verið mikið fyrir áramótaheit, en hér er listi yfir það sem ég vil sjá gerast á nýja árinu.

Mér finnst ég ekki vera að biðja um neitt mikið:

Nýja ríkisstjórn, helst eftir blóðuga byltingu.
Nýjan forseta.
Nýja stjórnarskrá, svipaða og þá sem var drepin á síðasta kjörtímabili.
Kvótakerfið afnumið.
Leiðréttingin afturkölluð.
Heilbrigðiskerfið endurreist og samið við lækna.
Stytting náms afturkölluð, menntakerfið endurreist og laun kennara hækkuð.
Skattaskjólsupplýsingar keyptar og skattsvikarar settir í gapastokk.
Landbúnaðarkerfið stokkað upp og styrkir, niðurgreiðslur og sporslur skornar við trog.
Kaupfélag Skagfirðinga brotið upp í smærri einingar.
Ísland í ESB og krónan kvödd.
Embætti sérstaks saksóknara stóreflt.
Moska reist í Reykjavík.
Ákveðið að færa miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur og ráðist í samgöngu- og spítalaframkvæmdir í því skyni.
Hæstiréttur mannaður upp á nýtt.
Lög sett sem tryggja að Landsvirkjun megi ekki einkavæða að neinu leyti.
Lög sett sem banna afskipti stjórnmálamanna af fjölmiðlum, RÚV eflt, DV skilað til fyrri eigenda og Björn Ingi og Bjössi í World Class settir í gapastokk.
Aðskilnaður ríkis og kirkju og biskup settur í gapastokk.
Framsóknarflokkurinn skilgreindur sem glæpasamtök og starfsemi hans bönnuð.

Annars bara þakka ég fyrir... áhugavert ár!

Engin ummæli: