Jólabjórrýni 2012


Jæja, þá fara dagar að styttast og nætur að lengjast. Jólin nálgast og það gefur sumum okkar afsökun til að drekka meira en endranær. Jólabjór er fyrirbæri sem gleður marga þegar vel tekst til en varla er til í lífinu öflugra CAVEAT en þetta: Varizt eftirlíkingar. Jólabjór og jólabjór er nefnilega ekki það sama. Að drekka vondan jólabjór getur hreinlega eyðilagt hátíðirnar fyrir mönnum, svo ég hef tekið það að mér nú sem fyrri ár að fórna lífi mínu og lifur til þess að aðrir megi njóta góðs af. Ég þræla ofan í mig viðbjóði til þess að þú megir forðast hann.

Fyrir pjúrista er rétt að taka fram að ákveðnar tegundir vantar í þessa umfjöllun mína. Steðji var ekki kominn í búðir og sorrí strákar, þá eruð þið bara ekki með. Eins voru bjórar sem voru með í fyrra sem töldust svo óviðeigandi að ég ákvað að sleppa þeim, þar á ég vð Stella Artois (venjuleg Stella í stórri glerflösku) og Samuel Adams Winter Ale (vetur er ekki sama og jól). Að auki fann ég jólabjór í Heiðrúnu sem ég var tvístígandi um að kaupa. Um var að ræða þrjár gerðir af Mikkeller jólabjór, sem allar kostuðu meira en mér fannst við hæfi. Ég valdi ódýrustu gerðina með þá ráðagerð í huga að ef hún væri góð myndi ég kaupa hinar og dæma. Ég keypti ekki hinar eftir að hafa smakkað þessa ódýrustu.a þrjr Ale (vetur er ekki sama og j imurinn fullur af

Nú í ár kom áskorun úr sal. Vinur minn Ólafur Sindri tjáði mér að jólabjór yfirleitt væri algert prump og það eina sem maður þyrfti að gera væri að hella pínu Egils appelsíni út í Guiness, þá væri maður kominn með drykk sem skyti ölllum hinum ref fyrir rass. Ég ákvað því að taka þenna görótta drykk með í reikninginn í ár í tilraunaskyni.

Nú verður gerð grein fyrir áliti mínu af jólabjórum ársins 2012.

Guiness og appelsín (verði og áfengismagni sleppt) - Nú er ég hissa. Ilmar alveg eins og gamla jólaölið þegar maður ber glasið upp að vörunum, en bragðið er allt allt öðruvísi. Líka allt öðruvísi en Guiness. Appelsínið gefur rosalega sætan keim sem kallar fram þrjár bragðbylgjur sem skella á manni eins og upphafstónarnir í Also sprach Zarathustra. Því miður er það bara fyrsti sopinn sem er svona góður. Sá næsti bragðast eins og Guiness úr glasi sem maður finnur á stofuborðinu morguninn eftir partí. Bjórinn er orðinn flatur, áferðin ónýt og þetta skrýtna appelsínbragð sem áðan var svo heillandi veldur manni nú aðeins samviskubiti.
1*

Egils Malt Jólabjór (5,6% - 349 kr.) – Stundum hefur mér fundist þessi jólabjór með þeim betri. Því er ekki að heilsa í ár. Það er af þessu fúll lakkrískeimur sem fær mann til að halda að einhver hafi misst grænan ópal út í flöskuna. Þetta lakkrísbragð er líklega ætlað til þess að spæsa upp þennan drykk en eins og alvöru spæsgörl þá tekur bragðið center stage og þá er þetta ekki lengur maltextrakt. Prófaði að blanda smá appelsíni út í og það var eins og að drekka jólaöl í gegnum lakkrísrör. Því miður, það er ekki jólalegt í mínum bókum. 
1 ½*

Gæðingur       (5% - 398 kr.) – Fyrsta almennilega tilraun dagsins. Það er ekki mikið að gerast fyrst þegar maður smakkar en svo fær maður spark þegar bragðlaukarnir taka við sér. Keimur af kastaníuhnetum! Maður er allt í einu allsber fyrir framan arineld á ísbjarnarfeldi. Bjórinn er léttur svo maður er í sönnu jólastuði fyrir hvað sem býðst en því miður verður hann fljótt flatur, eins og maður yrði hugsanlega sjálfur fljótlega á feldinum, eins gamall og maður er. 
3 ½*

Viking Jóla Bock (6,2% - 409 kr.) – Einu sinni var þetta besti jólabjórinn. Síðan eru liðin mörg ár. Bjórinn er dökkur við fyrstu sýn en bragðið er dauft, eins og einhver hafi misst brennt ristað brauð ofan í venjulegan Viking bjór. Það er lítil lykt og lítið bragð af bjórnum og hann kemur manni í lítið stuð. 
2 ½*

Giljagaur         (10% - 636 kr.) – Nammi namm! En samt ekki. Þetta er svokallað Barley Wine, rammsterkt og bragðmikið og maður finnur fyrir greipaldinsafa framarlega í munni. Svo koma önnur brögð hvert á fætur öðru og það er nú einmitt það sem maður vill í gðum﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽að sem maður vill nsafa framarlega  bragðmikið og tað brauð ofan hella póðum hátíðarbjór. Síðasta eftirbragðið er hins vegar súrt eins og kona á túr og á heildina er þetta eiginlega of mikið. Ekki vondur bjór, alls ekki, en samt einhvern veginn sláin yfir. 
4*

Einstök (6,7% - 429 kr.) – Nú erum við að tala saman! Bragðið hellist yfir mann í fjórum bylgjum, frá sætu yfir í beiskt, en það beiska er samt gott. Það er góð lykt af glasinu og maður veit að þetta mun virka með hangikjötinu. Kaupið kippu af þessu því það mun seljast upp. Þessi bjór hittir á hinn gullna meðalveg – fjölbreytt spilerí á bragðlaukana án þess að vera of heví. 
½* 

Royal Xmas Hvítur (5,6% - 279 kr.) – When will they ever learn? Eins og undanfarin ár verða Royal bjórarnir ennþá til í Ríkinu um miðjan janúar. Þessi bjór er fullkomlega óspennandi. Bragðast eins og munnskol sem einhver er nýbúinn að nota til að skola partíi gærkvöldsins úr munninum. 
0*

Royal Xmas Blár (5,6% - 279 kr.) – Undanfarin ár hefur sá blái haft vinninginn yfir þann hvíta í baráttunni um neðsta sætið. Nú snýst taflið við. Ef hvíti er eins og munnskol úr munni timbraðs manns, þá er sá blái eins og ælan úr sama munni ef hann sleppti munnskolinu. 
-1*

Harboe (5,7% - 249 kr.) – “Átján hundruð jólagjafahugmyndir” heyrðist í útvarpinu í dag. Um var að ræða auglýsingu frá Tiger. Ef áfengislög væru aðeins afslappaðri á Íslandi væri hægt að kaupa Harboe jólabjór í Tiger. Aðalsmerki hans er lágt verð. Ef þú ætlar að halda jólaveislu og getur treyst því að gestirnir verði kófdrukknir þegar þeir mæta, skaltu bjóða upp á þennan bjór.  
½*

Albani (7% - 329 kr.) – Svo ef einhver kvartar skaltu hafa kippu af þessum tilbúna á kantinum. Það er smá eplabragð af honum sem felur áfengismagnið, sem er talsvert. Þessi bjór er svolítið eins og fyrri konan mín. Ógeðslega cheap og nastí, en samt ágætur ef maður kemst yfir skömmina. 
1 ½*

Ölvisholt Jólabjór (5% - 439 kr.) – Vonbrigði ársins 2012. Svo vondur að það eru vonbrigði að heimurinn skuli ekki farast rétt fyrir jól. Það er einhver smá reykjarkeimur, sem yfirgnæfir það litla sem bjórinn annars hefur upp á að bjóða. Hann er flatur og bragðlítill og ætti að drulla sér heim til Selfoss. 
1 ½*

Jólagull (5,2% - 339 kr.) – Strax í kjölfarið kemur pleasant surprise ársins 2012. Persónulega hata ég Egils Gull og finnst það til dæmis miklu alvarlegra en allt ofbeldi gagnvart hælisleitendum að Gull er eini bjórinn sem hægt er að fá kaldan í fríhöfninni. En hér kemur ýmislegt á óvart. Sítrónukeimur í fyrsta sopa hressir mann við – reyndar eru sítrónur oft notaðar til að dulbúa skítabragð af vondum bjór en bíðum við – bjórinn er bara helvíti tær og fínn, hress og kátur og mann langar í meira. 
3 ½ *

Tuborg (5,6% - 349 kr.) – Kóka kóla, KR og KFC. Ákveðin vörumerki hafa alltaf yfirburði á sínu sviði, hvað sem gæðunum líður. Sjálfur er ég hrifnari af Hananum, Skagamönnum og… já, mér finnst reyndar kók betra en bæði pepsí, spur og bónus kóla. En hvað með það. Þetta er bjór sem maður getur aðeins metið á jákvæðan hátt, svona dauflega jákvæðan samt. “Damning with faint praise” heitir það á ensku. Þessi bjór er sem sagt ágætur. Hann er léttur og sætur, með frekar beiskt eftirbragð. Þannig minnir hann á misheppnað ástarsamband, því maður vill fá annan þótt maður viti að maður hafi ekkert gott af því. 
3*

Föröya Jóla Bryggj (5,8% - 361 kr.) – Oj! Afturganga Rasmusar Rasmussens birtist í þessum bjór og holdgerir allt það ljótasta í færeyskri þjóðarsál. Eftir að hafa drukkið bjórinn fannst mér eins og ég hefði verið laminn af hópi hómófóbískra fávita og mig langaði pínu til að svipta mig lífi. Fokk Færeyjar! Drullið ykkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina og drullist til að læra að brugga bjór. Þetta smá gúddvill sem Eivör keypti ykkur er búið. 
0*

Viking Jólabjór (5% - 309 kr.) – Í stríði stóru sullbjóranna tapar þessi aldrei slíku vant fyrir Gullinu í ár. Fyrsti sopinn er ágætur en bragðið verður strax óspennandi og fljótlega hreinlega vont – að því marki sem svona kommersíal gutl getur verið vont. Maður finnur keiminn af ælu morgundagsins, því eflaust mun maður drekka marga svona í kvöld. 
2*

Anchor Brewery Christmas Beer (5,5% - 598 kr.) – Sörpræs ársins í fyrra og guð minn góður hvað maður kemst í kósístemmningu að smakka þetta. Keimurinn af negulnöglum í mandarínu. Reykt kjöt. Úttroðinn belgur og allir farnir heim, pakkarnir komnir inn í herbergi – það er á þessu augnabliki sem maður opnar einn Anchor. 
3 ½*

Mikkeller Hoppy Lovin’ (7,8% - 889 kr.) – Eiginlega ætti að vera nóg að birta verðið. Ekki kaupa þennan bjór. Það eru til fleiri gerðir frá sama framleiðanda. Þar er um að ræða stærri flöskur sem kosta meira en áfylling á Nissan Micra. Ef þú ert týpan sem stráir gulli á jólamatinn er þessi bjór ídeal. Ef þú vilt finna fyrir því að þú sért að eyða peningum, þá er hann fínn. Ef þú hefur áhuga á bragðinu, þá gefur ilmurinn í skyn að hann sé svipaður og Giljagaur. Svo smakkarðu og í ljós kemur að bragðið stendur engan veginn undir væntingum. Nema kókið hafi deyft bragðlaukana og sjálfsvirðinguna svo mikið að þér sé sama. 
½*

Shepherd Neame Christmas Ale (7% - 798 kr.) – Helsti kosturinn er að hér er hálfs lítra glerflaska á ferð. Enskur bjór sem passar vel með vel útilátinni máltíð. Hátíðarbragurinn kemur með alls konar skrítin brögð eins og engifer, en í grunninn er þetta bjór sem maður drekkur með traditional Sunday dinnar. 
2*

Jólabjórinn 2012:
Kaldi (5,4% - 388 kr.) – Áferðin er sú langbesta af öllum, bragðið fjölbreytt án þess að verða of krefjandi. Mjúkt og hófstillt óvissuferð og maður veit að þetta verður gott með hangikjötinu, með snafsinum, í jólapartíinu, þynnkunni daginn eftir, you name it. Sigurtötsið er sæta eftirbragðið sem fær mann til að panta annan þótt maður eigi fyrir löngu að vera kominn heim. 
5*




Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu