Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2009

Tveir menn

Semsagt þeir Þorsteinn J Vilhjálmsson og Felix Bergsson eru til í að koma fram með Mosa Frænda fimmtudaginn 13. ágúst. Hlakka til.

Blóð og fúss

Það er varla hægt að gera betur en að spila á frábærum tónleikum með pönkbandinu sínu og vinna svo brjóstgóða ljósku í fússball. Fyndna var að hún heimtaði að við spiluðum upp á bjór og rauk svo burt í (fússi) þegar hún tapaði. Skuldar mér sem sagt bjór.

Páskaungi

Mynd

Landráðamenn

Ísland mun vinna eurovision. Palli, Guðrún, Reynir og dr Gunni: þið eruð föðurlandssvikarar að segja að Noregur sé að fara að vinna þetta. Munið 1262!

Pottþétt

Nú var rafvirkinn að yfirgefa pleisið. Búinn að tengja pottinn til bráðabirgða og ég er byrjaður að dæla vatni í hann. Svo þegar hann er orðinn fullur þá tekur við smá efnafræði (við erum svipaðir að því leyti...) en að öllu óbreyttu ættum við að geta vígt pottinn í fyrramálið. Hljómflutningsgræjurnar í honum virka en rafvirkinn stillti á fm957 og fór. Ég ætla að sjá hvort mér takist ekki að tengja i-podinn í græjurnar svo það geti hljómað hátt og snjallt þegar potturinn er vígður (courtesy hljómsveitin Blóð) : ÞAÐ ER ENGIN KREPPA!