Það er varla hægt að gera betur en að spila á frábærum tónleikum með pönkbandinu sínu og vinna svo brjóstgóða ljósku í fússball. Fyndna var að hún heimtaði að við spiluðum upp á bjór og rauk svo burt í (fússi) þegar hún tapaði. Skuldar mér sem sagt bjór.
Nú var rafvirkinn að yfirgefa pleisið. Búinn að tengja pottinn til bráðabirgða og ég er byrjaður að dæla vatni í hann. Svo þegar hann er orðinn fullur þá tekur við smá efnafræði (við erum svipaðir að því leyti...) en að öllu óbreyttu ættum við að geta vígt pottinn í fyrramálið. Hljómflutningsgræjurnar í honum virka en rafvirkinn stillti á fm957 og fór. Ég ætla að sjá hvort mér takist ekki að tengja i-podinn í græjurnar svo það geti hljómað hátt og snjallt þegar potturinn er vígður (courtesy hljómsveitin Blóð) : ÞAÐ ER ENGIN KREPPA!