Stockholm, här kommer vi!
Vorum að bóka okkur far til Svíþjóðar við hjónin, ætlum að skreppa út í tilefni af 5 ára brúðkaupsafmælinu okkar. Fljúgum út á föstudagsmorgni og erum komin heim seinni part sunnudags. Litla svínið fær að vera hjá ömmu á meðan. Hótel í Gamla Stan. Gerist varla betra.
Hvað skyldi íslenska krónan kosta þegar hótelið gjaldfærir kortið í ágúst...?
Ummæli