Bindindismánuður

Vinur minn tók upp á því að fara í janúarbindindi. Þegar hann sagði mér frá því datt mér í hug að sniðugt gæti verið að gera eitthvað þessu svipað. Janúar var að vísu langt liðinn þannig að ég fór að hugsa um að taka einhvern annan mánuð ársins í þetta. Febrúar kom sterklega til greina enda stysti mánður ársins en þar sem ég átti fertugsafmæli í byrjun hans og er að fara erlendis í lokin kom það ekki til greina.

Þannig að nú spyr maður sig (eins og hér til hliðar, endilega hjálpið mér að taka ákvörðun) - hvenær verður þetta hægt?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Maður byrjar smátt... byrjar td á einum degi. Svo má svo sem setja sér háleit markmið og taka ágúst 2332 frá fyrir þetta
Immagaddus sagði…
Gerðu eins og Ég.
Ég er edrú þann mánuð sem er með stafinn H.

Staðfestinagarorðið er:hourebor, sem gæti útleggst sem. Heyrðu bróðir eftir 5-8 bjóra.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu