Úpps!

Eins og fram hefur komið er ég búinn að bóka mér far til Manchester um mánaðamótin febrúar-mars til að horfa á fótboltaleik.

Komst hins vegar að því í dag að ef Manchester United vinnur leik sinn gegn Derby County annað kvöld komast þeir í úrslitaleik deildabikarsins sem haldinn er þessa sömu helgi ... á Wembley-leikvanginum í London! Og leiknum í Manchester verður þar af leiðandi frestað.

Aldrei slíku vant mun ég því vonast eftir tapi minna manna annað kvöld.

Sjitt!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu