Mótmælandi skríll

Skrapp að gamni niður að Alþingishúsi í gær. Þar var samankomið allmargt ógæfufólk - ég taldi tólf fastagesti Grand Rokk í þvögunni - og reyndar líka alls konar venjulegt fólk sem barði potta og pönnur og var með læti.

Mér fannst stemmningin fáránlega róleg miðað við ástandið og ófyrirleitni þeirra sem sátu inni í húsinu, en það færðist víst eitthvað fútt í þetta þegar leið á daginn.

Ég frétti það á götunni að Ingibjörg Sólrún lægi fyrir dauðanum, fundist hefðu þrjú alvarleg meinvörp í höfði hennar þarna í Svíþjóð. Sem sannar að það er krabbameinsvaldandi að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Þegar ég svo heyrði að fyrsta mál á dagskrá Alþingis væri ekki efnahagsástandið, mótmælin, Icesave, atvinnuleysi né þingrof og boðun kosninga, heldur færsla á sölu áfengis inn í smásölubúðir Baugs, ákvað ég að láta þetta nægja og gefa mönnunum frið til að ræða þetta mikilvæga mál.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu