14 janúar 2009

Jújú, það er lítið að gera í vinnunni...

Sem getur verið ágætt, nema að maður er skyldugur til að vera á staðnum í ákveðinn tíma. Og ég get ekki eytt deginum á Feisbúkk því ég er ekki á feisbúkk.

Jæja, allavega leikur í kvöld, verður gaman að sitja í sófanum heima með franskar í annarri og kokkteil í hinni...

...nei, ég má það víst ekki sagði hjartalæknirinn.

Fæ mér bara einn kokkteil og sleppi frönskunum.

1 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

Ég get ekki heldur eytt deginum á facebook því ríkið er búið að loka á allar "social" síður í fyrirhyggju sinni. Ég sem var nýkomin þar inn, held ég detti bara út aftur...

Það er bara ein heimasíða og það er ríkisheimasíðan!!!