Fyrirsjáanlegt?

Þingfundi aflýst í dag. Spurning hvort þingmenn séu strax komnir í páskafrí eða hvort þeir séu smám saman að fatta að sterkasti leikurinn í stöðunni er að fara strax á eftirlaun meðan díllinn er enn svona góður.

Eitt samt: Geir og allir hinir vitleysingarnir hafa mikið talað um að ekki hafi verið hægt að sjá hrunið fyrir. Hvernig stendur þá á því að maður les í blöðunum að í látunum í gær hafi þingmenn getað komist undan með því að fara um neðanjarðargöng út úr Alþingishúsinu?

Viðbyggingin var reist í miðju góðæri og ráðamenn hljóta að hafa lagt fram einhverjar óskir um útfærslu.

Ef ráðamenn láta búa til neðanjarðargöng út af vinnustað sínum, er það þá ekki merki um að þeir búist við að þeir þurfi að nota þau einhverntímann, til að komast heim í Garðabæinn?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Feitibjörn tekur pásu

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022