16 janúar 2009

Er Mánagatan að seljast? - 11. kafli

Jæja, nú hefur kaupandi fengið vilyrði fyrir láni hjá Íbúðalánasjóði en þeir eru óhressir með hvað mikið hvílir á íbúðinni - burtséð frá því að kaupandi hyggst ekki yfirtaka lánin.

Þannig að: nú þurfum við að nurla saman peningum til að greiða upp eitt lán áður en af kaupunum getur orðið. Liðlegheitin í bankakerfinu á Nýja Íslandi eru ekki meiri en svo.

Auðvitað ætluðum við allan tímann að nota kaupverðið til að borga öll lánin upp, þannig að þetta skiptir í raun litlu, en samt...

Watch this space!

Engin ummæli: