Bleikt fréttablað

Blaðið kom inn um lúguna í morgun. Ég sótti það og bar inn í eldhús. Skellti því á borðið, kveikti ljós og náði mér í djús í ísskápinn. Sneri mér aftur að borðinu og hló.

Það leit út eins og ég væri með Viðskiptablaðið á borðinu hjá mér. Á þessum viðurstyggilega laxableika pappír hvers tilgang ég hef aldrei skilið.

"Noh!" hugsaði ég, "Viðskiptablaðið farið á hausinn, prentsmiðjan full af laxableikum pappír, annað hvort að selja hann fisksölum eða nýta hann." Hló aðeins.

Hvarflaði ekki að mér að þetta væri tilfellið samt. Hugasði sem svo að það hlyti að vera einhver önnur skýring á þessu. Ekki er V-dagurinn í dag, þetta með brjóstakrabbann er líka búið... Mér datt samt ekkert annað í hug.

Kíkti svo á vísipunkturis. Þar var frétt um að Fréttablaðið yrði á laxapappírnum næstu daga svo ekki þyrfti að henda honum.

Kreppan heldur áfram!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu