Aftur til starfa

Þurfti að vakna kl 6 í morgun, fara á fætur, fá mér hafragraut og taka strætó borgina á enda til að komast í vinnuna.

Mætti síðast í vinnu snemma í júní 2008.

Þetta voru svolítil viðbrigði, sérstaklega þar sem litla svínið var ekki með þessa breytingu á hreinu og var á öskrunum fram eftir nóttu.

Enda er ég nú soldið þreyttur.

Vinnudagurinn var sem betur fer nokkuð meinlaus, allavega framan af. En endaði í löngum og leiðinlegum tuðfundi. Sem ég gafst upp á kl. hálffjögur og tók strætó heim.

Heim? Auðvitað ekki. Þurfti nauðsynlega að koma við á heimleiðinni, fá mér einn bjór (í einu) og fara í bónus.

En ég fer alveg að drífa mig heim.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu