Allt búið
Var á Grand Rokk í dag, hafði beðið leikhópinn að mæta snemma og gera klárt fyrir sýningar sem áttu að vera í kvöld. Þegar ég kom á staðinn var allt búið. Óskaði liðinu góðs gengis og lét mig hverfa. Fór á Steak and Play að hitta tvo vitleysinga (nei, þrjá) og horfa á fótboltaleik sem ku hafa verið spennandi þangað til ég kom. En eftir að ég mætti var allt búið. Ljómandi leiðinlegur leikur. Fór á barinn og pantaði jólabjór. Allt búið. Ekkert til nema Túborg eða Gull. Oj, sagði ég, hvað áttu til á flösku? Stelpan (sem er örugglega strippari á kvöldin) glotti flírulega og sagði: Premíer og Læt. Hljómar eins og herrafataverslun. Kaupið jólafötin hjá premíer og læt. Sem betur fer var ein Guiness-dæla enn í lagi á innri barnum.
Leiksýningnarnar? Veit ekki. Það var hringt í mig rétt áður en fyrri sýningin byrjaði, til að spyrja mig hvort ég hefði ekki örugglega munað að panta pizzur handa liðinu. Enginn hringdi eftir sýningarnar, hvort það þýðir að allt hafi farið til fjandans eða að allt hafi gengið að óskum veit ég ei.
Enda skiptir það ekki máli. Allt búið.
Leiksýningnarnar? Veit ekki. Það var hringt í mig rétt áður en fyrri sýningin byrjaði, til að spyrja mig hvort ég hefði ekki örugglega munað að panta pizzur handa liðinu. Enginn hringdi eftir sýningarnar, hvort það þýðir að allt hafi farið til fjandans eða að allt hafi gengið að óskum veit ég ei.
Enda skiptir það ekki máli. Allt búið.
Ummæli
p.s. word verification dagsins er reugna, en það er ánægjustunan í leikhópnum eftir síðustu sýninguna