Tjekkitátskoohhh

Það er semsagt jarðhæðin á þessu húsi. Inngangurinn er þarna hægra megin á myndinni, undir svölunum hjá hinu fólkinu, en vinstra megin eru líka dyr inn í eldhús og þar er leyfi til að byggja pall. Við fórum þangað með honum Kidda vini mínum í fyrradag og það vill svo skemmtilega til að hann ólst upp nákvæmlega í þessari íbúð. Hann þekkir kofann því út og inn og er bráðklár í því að taka út húseignir þar að auki. Í stuttu máli sagt fann hann íbúðinni allt til foráttu og það var kostulegt að fylgjast með fasteignasalanum sem er glæsileg hávaxin kona - hún bókstaflega minnkaði á meðan Kiddi var að.





Það sem helst er að er að baðherbergið er ónýtt. Það þarf bókstaflega að moka öllu út úr því og byrja upp á nýtt. Milljón þar. Svo eru gluggarnir að koma á tíma og þarf að skipta þeim út á næstu árum, bæði karma innan og utan, rúður og sólbekki. Að minnsta kosti milljón þar. Þvottahúsið er frekar ljótt, allavega innréttingin, og þyrfti að taka það til rækilegrar endurskoðunar. Hurðarhúnar eru allir orðnir þreyttir og þarf að endurnýja, og gólflistarnir (sem eru nýir) eru illa frágengnir og þarf að rífa þá alla burt og setja nýja.





Það sem okkur finnst flottast við þessa íbúð:







Eldhúsið er nýstandsett og gaurinn sem bjó þarna er kokkur þannig að hann hefur gert allt eins flott og hann gat. Að vísu er flotta borðplatan undir gluggunum frekar ónýt og þyrfti að skipta henni út, eða amk. taka hana, festa hana aftur þannig að samskeytin passi saman, og pússa og olíubera. Í leiðinni þyrfti reyndar að olíubera öll parketgólfin í íbúðinni.

Hvernig líst fólki svo á þetta?

Ummæli

Myndirnar eru allavega rosa flottar, lýsingarnar ekki eins skemmtilegar...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu