Dauður tími
Eftir hálfan mánuð er frumsýning hjá mér, þá kannski verður meira líf hérna. Það er náttúrlega alveg óþolandi þegar fólk heldur ekki blogginu sínu gangandi.
Kominn nýr borgarstjóri og svona. Samt ekki búinn að fjölga strætóferðum í Árbæinn. Fékk e-mail frá honum um daginn þar sem hann sagðist ætla að setja einhverjar millur (270 minnir mig) í bónusa handa duglega starfsfólkinu í skólum og leikskólum. Ég skoðaði hvað ég ætti að fá mikið. Kom á daginn að ég fæ ókeypis bókasafnskort og árskort í sund. Jibbí.
Það er nú samt greinilega verið að vinna í ýmsum málum hjá Degi og kó. Það er víst búið að ganga frá því að borgin kaupi Austurstræti 22. Vonandi færist þessi athafnagleði lengra eftir Austurstrætinu og við fáum kælinn aftur.
Hann ætlar ekki að skipta sér af því að vopnaframleiðendur haldi ráðstefnu á íslensku hóteli. Ætli manni verði ekki að finnast það gott mál eftir þetta með klámið.
Hey, ég er að fara til Köben eftir 3 vikur. Sá fram á að verða útkeyrður eftir æfingar á Heddu (sjá www.hedda.is) svo ég splæsti í netsmell og ætla að gista hjá Nikka og Doro. Kem svo aftur og byrja að æfa jólaleikrit í Melaskóla. Merkilegt hvað þessi leiklist ætlar að verða lífseigur karríer, miðað við að ég er farinn að vinna við annað.
Jæja, ætlaði bara svona rétt að láta heyra í mér. Frúin er að vakna og ég verð að drífa mig að búa til morgunmatinn.
Kominn nýr borgarstjóri og svona. Samt ekki búinn að fjölga strætóferðum í Árbæinn. Fékk e-mail frá honum um daginn þar sem hann sagðist ætla að setja einhverjar millur (270 minnir mig) í bónusa handa duglega starfsfólkinu í skólum og leikskólum. Ég skoðaði hvað ég ætti að fá mikið. Kom á daginn að ég fæ ókeypis bókasafnskort og árskort í sund. Jibbí.
Það er nú samt greinilega verið að vinna í ýmsum málum hjá Degi og kó. Það er víst búið að ganga frá því að borgin kaupi Austurstræti 22. Vonandi færist þessi athafnagleði lengra eftir Austurstrætinu og við fáum kælinn aftur.
Hann ætlar ekki að skipta sér af því að vopnaframleiðendur haldi ráðstefnu á íslensku hóteli. Ætli manni verði ekki að finnast það gott mál eftir þetta með klámið.
Hey, ég er að fara til Köben eftir 3 vikur. Sá fram á að verða útkeyrður eftir æfingar á Heddu (sjá www.hedda.is) svo ég splæsti í netsmell og ætla að gista hjá Nikka og Doro. Kem svo aftur og byrja að æfa jólaleikrit í Melaskóla. Merkilegt hvað þessi leiklist ætlar að verða lífseigur karríer, miðað við að ég er farinn að vinna við annað.
Jæja, ætlaði bara svona rétt að láta heyra í mér. Frúin er að vakna og ég verð að drífa mig að búa til morgunmatinn.
Ummæli
Eigum við að vera svolítið flippaðir og fá okkur bjór?