Í kóngsins, í kóngsins, í kóngsins köbenhavn
Það hefur tekið fjóra daga en nú er ég hættur að vera þreyttur. Eins og Lurch myndi segja, "seriously chilled" og meiraðsegja farinn að sofa út á morgnana. Fyrsta kvöldið var skrítið. Við Nikki fórum út strax og ég var búinn að leggja frá mér bakpokann. Ætluðum á stað sem heitir Operaen en þar var lokað svo við enduðum á Woodstock, sem er Grand Rokk þeirra Stínubúa. Við kjöftuðum svo mikið að við drukkum ekki nema 3 flöskubjóra þótt klukkan væri orðin æði margt þegar við urðum skyndilega hræddir og ákváðum að forða okkur. Á ég að útskýra? Við höfðum sem sagt látið okkur í léttu rúmi liggja þótt dj-inn spilaði átta afmælissöngva í röð, þótt alltíeinu hafi setið subbulegur Íslendingur við hliðina á okkur og þótt annar hver maður á staðnum hafi verið að reyna að selja okkur eitthvað sem við höfðum auðvitað enga þörf fyrir. En þegar þriggja laga syrpa með Frankie Goes to Hollywood varð til þess að grænlensk kelling skellti sér út á gólf og fór að dansa, þá runnu á okkur tvær grím...