Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2007

Í kóngsins, í kóngsins, í kóngsins köbenhavn

Það hefur tekið fjóra daga en nú er ég hættur að vera þreyttur. Eins og Lurch myndi segja, "seriously chilled" og meiraðsegja farinn að sofa út á morgnana. Fyrsta kvöldið var skrítið. Við Nikki fórum út strax og ég var búinn að leggja frá mér bakpokann. Ætluðum á stað sem heitir Operaen en þar var lokað svo við enduðum á Woodstock, sem er Grand Rokk þeirra Stínubúa. Við kjöftuðum svo mikið að við drukkum ekki nema 3 flöskubjóra þótt klukkan væri orðin æði margt þegar við urðum skyndilega hræddir og ákváðum að forða okkur. Á ég að útskýra? Við höfðum sem sagt látið okkur í léttu rúmi liggja þótt dj-inn spilaði átta afmælissöngva í röð, þótt alltíeinu hafi setið subbulegur Íslendingur við hliðina á okkur og þótt annar hver maður á staðnum hafi verið að reyna að selja okkur eitthvað sem við höfðum auðvitað enga þörf fyrir. En þegar þriggja laga syrpa með Frankie Goes to Hollywood varð til þess að grænlensk kelling skellti sér út á gólf og fór að dansa, þá runnu á okkur tvær grím...

Paría

...heitir leikrit eftir Strindberg sem fjallar um útskúfað fólk. Sýningin mín á Heddu Gabler féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum. Kemur mér ekki á óvart, eins og vinnan við sýninguna þróaðist - samt ekki við hæfi að segja frá því strax, meðan sýningin er enn á fjölunum. En mér fannst bara helvíti gaman að fá svona sterk viðbrögð við því hvernig ég nálgaðist þetta verk. Meðal bestu kommenta var í Fréttablaðinu þar sem krítíker var ekki hrifinn af leikurunum en fannst leikmyndin góð. Stakk svo upp á því að leikmyndin fengi að standa og aðrir leikarar spreyttu sig á leikritinu. Mér fannst þetta svo góð hugmynd að ég var næstum búinn að stinga upp á því við pródúsentinn að við gerðum þetta í alvöru. Ég myndi þá vinna í klukkutíma með hverjum leikara, það yrði hvíslari fyrir hvern leikara sem myndi mata öllum texta í gegnum headset og svo yrðu leikararnir bara að standa sig. Leikhússport with a twist. Svo mundi ég að pródúsentinn leikur líka Heddu Gabler svo hún myndi sennilega ekki taka þe...

Kvikindið virðist allavega vera með nefið mitt

Mynd

Nýjustu fréttir

Mynd

Ágætis viðtal

Hér er prýðilegt viðtal við mig, frekar aftarlega í þættinum.

Líf á Íslandi

Í fyrrakvöld var ég á æfingu í Tjarnarbíói, skrapp út í Eymundsson að fá mér kaffi. Á leiðinni til baka gekk ég yfir Austurvöll. Sá hóp unglinga sem hafði safnast saman í kringum styttuna af Jóni frænda Sigurðssyni. Einn hafði klifrað upp á styttuna, annar stóð fyrir neðan með kindarhauskúpu á priki og var að rétta hana upp til hins. Ég gekk að einum og spurði hvað væri að gerast. Þetta er svartigaldur, svaraði hann, Kárahjúkastífla var gangsett í dag. Við erum að bölva öllum þeim sem komu nálægt því. Já, svaraði ég, þeir munu stikna í helvíti, hver og einn einasti. Svo gekk ég áfram. Það var kallað á eftir mér, últra kurteisislega, EIGÐU GOTT KVÖLD!

Dauður tími

Eftir hálfan mánuð er frumsýning hjá mér, þá kannski verður meira líf hérna. Það er náttúrlega alveg óþolandi þegar fólk heldur ekki blogginu sínu gangandi. Kominn nýr borgarstjóri og svona. Samt ekki búinn að fjölga strætóferðum í Árbæinn. Fékk e-mail frá honum um daginn þar sem hann sagðist ætla að setja einhverjar millur (270 minnir mig) í bónusa handa duglega starfsfólkinu í skólum og leikskólum. Ég skoðaði hvað ég ætti að fá mikið. Kom á daginn að ég fæ ókeypis bókasafnskort og árskort í sund. Jibbí. Það er nú samt greinilega verið að vinna í ýmsum málum hjá Degi og kó. Það er víst búið að ganga frá því að borgin kaupi Austurstræti 22. Vonandi færist þessi athafnagleði lengra eftir Austurstrætinu og við fáum kælinn aftur. Hann ætlar ekki að skipta sér af því að vopnaframleiðendur haldi ráðstefnu á íslensku hóteli. Ætli manni verði ekki að finnast það gott mál eftir þetta með klámið. Hey, ég er að fara til Köben eftir 3 vikur. Sá fram á að verða útkeyrður eftir æfingar á Heddu (sjá...