11 október 2007

Skattkortið er í póstinum


Gamli góði Villi er gagnslaus og smáður,
gisinn og snjáður meðferð illri af
Hann er feyskinn og fúinn og farinn
og lúinn og brotinn og búinn að vera
Hann er þreyttur og þvældur og þunglyndur, spældur
og beiskur og bældur í huga
Gamli góði Villi er gagnslaus og smáður,
gisinn og snjáður meðferð illri af
Hann er beygður og barinn
og brotinn og marinn
og feigur og farinn á taugum
Hann er knýttur og kalinn
og Karoni falinn
og hvað hann er kvalinn af öllu
Gamli góði Villi er gagnslaus og smáður,
gisinn og snjáður meðferð illri af

Engin ummæli: