Færslur

Sýnir færslur frá október, 2007

Rændur!

Var ég ekki búinn að setja þessa hugmynd á netið áður en Spaugstofan notaði hana?

PP rís aftur

PP spila aftur, í þetta sinn á Amsterdam, annað kvöld - föstudaginn 12. október - be there! "við ætluðum aldrei að fara neitt langt en síðan ákváðum við að halda aðeins áfram og reyna að gefa öllum þessa tilfinningu að vera purrkur"

Skattkortið er í póstinum

Mynd
Gamli góði Villi er gagnslaus og smáður, gisinn og snjáður meðferð illri af Hann er feyskinn og fúinn og farinn og lúinn og brotinn og búinn að vera Hann er þreyttur og þvældur og þunglyndur, spældur og beiskur og bældur í huga Gamli góði Villi er gagnslaus og smáður, gisinn og snjáður meðferð illri af Hann er beygður og barinn og brotinn og marinn og feigur og farinn á taugum Hann er knýttur og kalinn og Karoni falinn og hvað hann er kvalinn af öllu Gamli góði Villi er gagnslaus og smáður, gisinn og snjáður meðferð illri af

Pönk á gamals aldri

Tónleikar á Grand síðasta föstudag og ég er enn hás og með harðsperrur um allan líkamann. Við tókum heil 22 lög - klukkutíma prógramm - fyrir fullu húsi og brjálaðri stemmningu. Það var svo hápunktur í uppklappslagi númer tvö (af þremur) þegar einn náungi missti sig svo gersamlega í pönkfílingnum að hann tók til við að velta mónítorunum á sviðinu á hvolf. Mónítorar, fyrir þá sem ekki vita, eru hátalarar uppi á sviði sem snúa að tónlistarmönnunum, svo þeir heyri hvað þeir eru að gera. Þannig að það er ekki gott þegar þeim er snúið á hvolf. Ég reyndi fyrst að gera gott úr öllu saman og velta bara mónítorunum aftur á réttan kjöl en alltaf kom gæinn aftur og gerðist æstari með hverri nýrri árás. Þannig að ég fór að hrinda honum og tveir aðrir gaurar í salnum komu og reyndu að hjálpa til en allt kom fyrir ekki. Þá tókst mér að kalla á barinn frá sviðinu og heimta dyravörð en sökum troðnings var hann frekar lengi á leiðinni. Það var því aðeins eitt í stöðunni - að sparka mannhelvítinu í burt...