03 júlí 2007

Íslenzkt mál

Sögnin "að fríbeisa" (e. to freebase) á ekkert erindi í íslenzka tungu, enda eru flestir málspekingar sammála um að krakkreykingar beri að forðast. Einn þeirra, sem ekki skal nefndur á nafn, lét þó ekki sannfærast fyrr en ég varpaði fram þessari limru:

Ef forfallinn fíkill þú ert
Að "fríbeisa" láttu ógert
Því reykjanlegt kók
Er alls ekkert djók
Enda er það þurrkað og hert

Engin ummæli: