Skemmtanamenning Vestfirðinga

Fáir myndu trúa því en ég geri lítið af því að fara út úr húsi á kvöldin hér fyrir Westan. Nefndi um daginn að ég hefði kíkt á Krúsina fyrir hálfum mánuði og hef í hyggju að láta það nægja. Annars hef ég mestmegnis haldið mig heima eftir kvöldmat en það urðu þó undantekningar á því síðustu daga meðan leiklistarhátíðin Act Alone stóð yfir í bænum. Margar skemmtilegar sýningar á kvöldin sem maður mátti ekki missa af og auðvitað kjörið að blanda geði á LangaManga eftir sýningar og spjalla við leikarana og aðra áhugamenn um leikhús.

Á laugardagskvöldið var svo lokapartí hátíðarinnar í heimahúsi og ég dreif mig. Meðal gesta á hátíðinni var hinn eistneski Thomas Tross og að fornum sið kom hann með flösku frá heimalandi sínu. Flaska sú var á borðinu í téðu partíi langt fram eftir kvöldi en enginn vildi smakka. Þegar ég mætti á svæðið fashionably late uppúr hálfeitt voru margir farnir heim og partíið að deyja drottni sínum. En þá kom eistasnafsinn sterkur inn og lifnaði yfir mannskapnum og það endaði með því að ég fór heim um fjögurleytið. Þá voru heimamenn komnir út á göturnar enda búið að loka öllum stöðum. Og jesús minn! ástandið á liðinu! Ég mætti tveimur kellingum sem ég hef aldrei talað við, en þær kölluðu á mig: BJÖSSI ÞÚ KEMUR MEÐ OKKUR Í PARTÍ!!!

Ég réð ekki við mig heldur fór hreinlega að hlæja, enda þarf engan snilling til að gera sér í hugarlund hvað þessar kellingar gerðu sér í hugarlund.

Einn kostur samt: Hér hefur (enn sem komið er) ekki verið karaoke.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Hefðir átt að fara með þeim í partý.
Verið verst first.
En síðan skánað.

Word verification dagsins er:
gadcmsc.
Immagaddus fullur.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu