22 júlí 2007

Run to the hills


Þegar ég var í menntaskóla var Framsóknarflokkurinn með prójekt sem átti að ég held að laða unglinga að flokknum. Haldin var spurningakeppni milli framhaldsskóla landsins, í líkingu við Popppunkt, og í barnaskap sínum héldu menn að þetta yrði til þess að unglingar yrðu framsóknarmenn.

Keppnin var haldin tvisvar. MH vann tvisvar. Ég vann tvisvar.

Og hef ekki talist framsóknarmaður.

En sjáið gelluna sem hér stendur við hlið okkur í sigurliði MH árið 1987. Tékkið á hárinu. Tékkið á átfittinu. Tékkið á bungunni í klofinu - hún er með typpi!

Og hún gaf mér eintak af plötunni "Slippery When Wet" með Bon Jovi. Með "minimum environmental red tape"

3 ummæli:

Mossmann sagði...

Þessi mynd er snilld.
og verðlaunin... Bon Jovi

Jói sagði...

ég myndi gefa hálfan flatan bjór til að komast að því hvar þú ert á þessari mynd. Mér finnst gellan hot.

Bjössi sagði...

Allir þínir bjórar eru bæði hálfir og flatir, enda drekkurðu lite í litlum dósum.

Ég hef samt meiri áhyggjur af því að þér finnist Valgerður Sverrisdóttir hot.

Hún minnir samt lúmskt á Önnu................