Restaurant

Í gær hitti ég Hauk vin minn og hann sagði mér sögu af illum snafsi. Um daginn varð ég fyrir barðinu á Eistneskum snafsi og varð illt í eistunum á eftir. En Haukur á landa frá fyrrum Júgóslavíulýðveldinu Makedóníu.

Einhverra hluta vegna fórum við líka að tala um lundakjöt.

Og veitingastaðinn á Hótel Ísafirði.

Já, við ræddum um heilmargt. En nú er ég búinn að ákveða hvað er í matinn hjá mér í kvöld. Ég ætla að fara á Hótel Ísafjörð og panta mér lundalundir með alfaalfa.

Og hvaða drykkur passar með því?

Auðvitað Makedóníulandi frá Makedóníulandi!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu