Ró og spekt í Reykjanesbæ
Þetta gæti verið nafn á Lukkulákabók, þó nokkuð ljóst sé að Ibbi Dalton yrði stunginn 26 sinnum í þeirri bók.
Eftirfarandi er úr dagbók lögreglunnar í Reykjanesbæ, leturbreytingu gerði ég sjálfur:
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur þar í bæ, annar maður var handtekinn vegna óspekta og vistaður í fangaklefa en fíkniefni fundust í fórum hans. Þá fékk kona ein að sofa úr sér hjá lögreglunni en hún hafði verið ósjálfbjarga sökum áfengisneyslu. Auk þessara mála voru annir í Sandgerði fram eftir nóttu við að færa börn og unglinga, sem ekki höfðu aldur til útiveru, til starfsmanna félagsmálaráðs bæjarins sem síðan komu börnunum heim.
Eftirfarandi er úr dagbók lögreglunnar í Reykjanesbæ, leturbreytingu gerði ég sjálfur:
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur þar í bæ, annar maður var handtekinn vegna óspekta og vistaður í fangaklefa en fíkniefni fundust í fórum hans. Þá fékk kona ein að sofa úr sér hjá lögreglunni en hún hafði verið ósjálfbjarga sökum áfengisneyslu. Auk þessara mála voru annir í Sandgerði fram eftir nóttu við að færa börn og unglinga, sem ekki höfðu aldur til útiveru, til starfsmanna félagsmálaráðs bæjarins sem síðan komu börnunum heim.
Annars fór næturlífið á Suðurnesjum vel fram og fámennt á skemmtistöðum í Reykjanesbæ og í Grindavík.
Ummæli