28 júlí 2007

Niðurtalning

Í gær var ég voða mikið að þvo þvotta, eins og dæma má af síðasta bloggi. Þegar þvotturinn var orðinn þurr og ég hófst handa að ganga frá honum varð mér litið ofan í kommóðuskúffu þar sem voru nokkrar nærbuxur og nokkur sokkapör.

Þetta voru sokkar á stráka, þannig að í raun voru þetta strákapör.

Stundum fer ég líka á Q Bar og horfi á strákapör.

Anyways... ég fór að telja nærbuxurnar og sokkapörin. Og viti menn, þau voru jafnmörg og dagarnir þangað til ég kem suður.

Þannig að nú get ég talið niður dagana eftir fjölda nærbuxna og sokkapara í skúffunni.

Það skal tekið fram að allar nærbuxur og allir sokkar sem ég tók niður af snúrunni í gær fóru þarafleiðandi ekki í skúffuna, heldur beint ofan í tösku.

Með hverjum deginum sem líður verður fámennara í skúffunni og þegar hún er tóm...
...þá veit ég að ég á að fara heim!

Engin ummæli: