Akranes 2 Tyrkland 1
Jæja, maður verður að sjá til hve langt líður áður en þessum pósti verður eytt vegna fyrirsagnarinnar en hún er nú aðallega hugsuð til þess að vekja athygli.
Þetta er jú eftir allt bara leikur.
Allavega. Skagamenn voru að vinna frekar skrautlegan sigur á Keflavík og ýmis atvik í þeim leik munu verða til umræðu næstu daga og vikur, ekki ósvipað því sem gerðist í fyrra þegar þessi lið mættust og Hjörtur Hjartarson fékk leikbann fyrir að missa stjórn á skapi sínu gagnvart tuddanum Guðmundi Viðari Meta. En ég ætlaði ekki að tala um þann leik hér.
Seinna mark Bjarna Guðjónssonar var kostulegt ef maður heldur með einhverju öðru liði en Keflavík. Ef maður heldur með Keflavík var þetta mark ástæða til að lemja einhvern í klessu. Þjálfari Keflavíkur sagði í viðtali eftir leik að markið væri bæði Bjarna og Skagamönnum til skammar, en virðist ekki hafa neitt við það að athuga að hans leikmenn áttu sök að máli bæði í aðdraganda og eftirmála marksins.
Hans menn brutu gróflega á Svadumovic en ekkert var dæmt. Samt finnst honum dómgæslan hafa hallað á hans menn. En þar sem Svaddi lá óvígur var flautað og boltanum sparkað útaf. Eftir innkast þjarma hans menn að Bjarna sem sér sér þann kost vænstan að þruma boltanum upp völlinn. Kristján vill meina að Bjarni hafi litið upp, hugsað málið, miðað og skotið. Hið rétta er að keflvískur leikmaður þjarmar að honum og í endursýningu sést glögglega hvernig Bjarni bregst við þegar boltinn dettur í markið. Sama má reyndar segja um fleiri leikmann ÍA. Þeim fannst þetta öllum hið vandræðalegasta mál og ekki var hægt að sjá einn einasta þeirra fagna.
Örfáum sekúndum síðar er leikmaður Keflavíkur nr. 2 mættur til að stjaka við Bjarna. Hvað heitir hann? Ræði það ekki frekar hér. En Kristján Guðmundsson ætti að hugsa aðeins hvaða leikmenn og hvaða lið eiga að skammast sín. Hann fullyrti að Bjarni hefði hlaupið sem fætur toguðu upp í búningsklefa eftir leik, vegna þess hvað hann skammaðist sín mikið. Það er hins vegar ljóst hvað hefði komið fyrir Bjarna hefði hann ekki hlaupið. Nokkrir leikmenn Keflavíkur eltu hann á harðaspani og það var ekki til að fá eiginhandaráritun. Bjarni gat jú sagt sér sjálfur hvað Keflvíkingar höfðu í huga því strax eftir markið fóru leikmenn þeirra að brjóta gróflega af sér og þurfti Kristinn dómari að ræða við þjálfara Keflavíkur í því skyni að fá hann til að róa leikmenn sína niður. Það kaus Kristján hins vegar ekki að gera með þeim afleiðingum að einn leikmaður Keflavíkur fékk rautt spjald fyrir glórulaust brot á Bjarna.
Kristján nefndi einnig í viðtali á Sýn að það væri ein tölfræði sem hrópaði á mann eftir þennan leik. Hann neitaði hins vegar að gefa upp hvað hann ætti við svo maður verður að reiða sig á eigin upplifun af leiknum.
Eina tölfræðin sem hrópar á mig eftir leikinn er sú að Keflavík átti 33 marktilraunir og þar af fóru 25 framhjá. Þeim tókst ekki einu sinni að reyna almennilega á varamarkmann ÍA eftir að Páll Gísli hafði fengið rautt spjald fyrir hvað? Að tefja? Það er í mesta lagi gult.
En í stað þess að líta í eigin barm og reyna að taka til í eigin ranni velja Keflvíkingar þá leið að beita ofbeldi til að mæta mótlæti.
Hver á að skammast sín?
Þetta er jú eftir allt bara leikur.
Allavega. Skagamenn voru að vinna frekar skrautlegan sigur á Keflavík og ýmis atvik í þeim leik munu verða til umræðu næstu daga og vikur, ekki ósvipað því sem gerðist í fyrra þegar þessi lið mættust og Hjörtur Hjartarson fékk leikbann fyrir að missa stjórn á skapi sínu gagnvart tuddanum Guðmundi Viðari Meta. En ég ætlaði ekki að tala um þann leik hér.
Seinna mark Bjarna Guðjónssonar var kostulegt ef maður heldur með einhverju öðru liði en Keflavík. Ef maður heldur með Keflavík var þetta mark ástæða til að lemja einhvern í klessu. Þjálfari Keflavíkur sagði í viðtali eftir leik að markið væri bæði Bjarna og Skagamönnum til skammar, en virðist ekki hafa neitt við það að athuga að hans leikmenn áttu sök að máli bæði í aðdraganda og eftirmála marksins.
Hans menn brutu gróflega á Svadumovic en ekkert var dæmt. Samt finnst honum dómgæslan hafa hallað á hans menn. En þar sem Svaddi lá óvígur var flautað og boltanum sparkað útaf. Eftir innkast þjarma hans menn að Bjarna sem sér sér þann kost vænstan að þruma boltanum upp völlinn. Kristján vill meina að Bjarni hafi litið upp, hugsað málið, miðað og skotið. Hið rétta er að keflvískur leikmaður þjarmar að honum og í endursýningu sést glögglega hvernig Bjarni bregst við þegar boltinn dettur í markið. Sama má reyndar segja um fleiri leikmann ÍA. Þeim fannst þetta öllum hið vandræðalegasta mál og ekki var hægt að sjá einn einasta þeirra fagna.
Örfáum sekúndum síðar er leikmaður Keflavíkur nr. 2 mættur til að stjaka við Bjarna. Hvað heitir hann? Ræði það ekki frekar hér. En Kristján Guðmundsson ætti að hugsa aðeins hvaða leikmenn og hvaða lið eiga að skammast sín. Hann fullyrti að Bjarni hefði hlaupið sem fætur toguðu upp í búningsklefa eftir leik, vegna þess hvað hann skammaðist sín mikið. Það er hins vegar ljóst hvað hefði komið fyrir Bjarna hefði hann ekki hlaupið. Nokkrir leikmenn Keflavíkur eltu hann á harðaspani og það var ekki til að fá eiginhandaráritun. Bjarni gat jú sagt sér sjálfur hvað Keflvíkingar höfðu í huga því strax eftir markið fóru leikmenn þeirra að brjóta gróflega af sér og þurfti Kristinn dómari að ræða við þjálfara Keflavíkur í því skyni að fá hann til að róa leikmenn sína niður. Það kaus Kristján hins vegar ekki að gera með þeim afleiðingum að einn leikmaður Keflavíkur fékk rautt spjald fyrir glórulaust brot á Bjarna.
Kristján nefndi einnig í viðtali á Sýn að það væri ein tölfræði sem hrópaði á mann eftir þennan leik. Hann neitaði hins vegar að gefa upp hvað hann ætti við svo maður verður að reiða sig á eigin upplifun af leiknum.
Eina tölfræðin sem hrópar á mig eftir leikinn er sú að Keflavík átti 33 marktilraunir og þar af fóru 25 framhjá. Þeim tókst ekki einu sinni að reyna almennilega á varamarkmann ÍA eftir að Páll Gísli hafði fengið rautt spjald fyrir hvað? Að tefja? Það er í mesta lagi gult.
En í stað þess að líta í eigin barm og reyna að taka til í eigin ranni velja Keflvíkingar þá leið að beita ofbeldi til að mæta mótlæti.
Hver á að skammast sín?
Ummæli