Súrt í sveitinni
Jæja, ég virðist hafa nægan frítíma hér fyrir westan.
Því ég blogga og blogga meir en áður. En fæ engin viðbrögð. Enginn hefur nennt að kommenta hér í háa herrans tíð. Sem hlýtur að þýða að það sem mér finnst spennandi hér í sveitasælunni finnist öðrum frekar boring.
Kötturinn minn stökk til dæmis út um glugga hér á annarri hæð einhvern tímann í morgun. Ég fann hann ekki þegar ég kom heim og æddi því út að leita. Hann mætti mér pollrólegur í bakgarðinum.
Þetta finnst sennilega fáum spennandi nema mér. Í mesta lagi kattarhelvítinu.
En ég vil fá komment! Þess vegna ætla ég nú að reyna að próvókera.
Í unglingaleikhópnum mínum eru 9 stelpur undir lögaldri. Í dag átti hópurinn að leika barnaleikrit fyrir börnin á leikskólum Ísafjarðar. Nema hvað, ég tók eftir því að allar stelpurnar voru þaktar sogblettum.
Af hverju eruð þið allar út í sogblettum? spurði ég.
Æ, bara, við héldum smá partí í gær.
Nú já. Hmmm.
Nei, sko. Þetta vorum bara við stelpurnar. Var mér sagt.
Er það? spurði ég. Er þetta einhvers staðar á Netinu?
Ummæli
Hvenær kemurðu annars í heimsókn í höfuðborgina? þurfum við ekki að reyna að hittast þá fyrst það varð ekkert úr því að hittast öll 4 áður en þú varst sendur í útlegð.