Memento Mori pt3

Og talandi um að lenda heppilega, þá gat ég ómögulega skilið læknana sem sögðu mér að ég væri heppinn þegar ég braut á mér báða handleggina.

Ég var uppi á þaki á bílskúrnum heima og niðri í garðinum við næsta hús voru nokkrar stelpur. Ég var eitthvað að spjalla við þær og tók nokkur skref aftur á bak. Það næsta sem ég man var skerandi sársauki í báðum handleggjun og ég staulaðist á fætur, gekk kringum húsið að dyrunum og gat einhvern veginn lagt máttlausa hendi á hurðarhúninn og opnað.

Og mér var sagt að ég væri heppinn. Heppinn að hafa ekki lent á bakinu, eða öxlunum. Þá hefði ég getað hálsbrotnað, hryggbrotnað eða bæði.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það hefði verið minni líkur á kynnum okkar ef þú hefðir verið bundinn við hjólastól...
bestu kveðjur frá Kaupmannahöfn

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu