Memento Mori pt1
Lítið verið að blogga undanfarið. Mikið að gera í skólanum og svona. En það stendur til bóta. Ekki nema 20 kennsludagar eftir og svo taka við verkefnaskil og próf. En það stefnir allt í það að Eurovision verði eitt stórt og feitt djamm hjá mér því ég er einmitt í síðasta prófinu þann daginn, í námskeiði sem heitir "Áhættuhegðun unglinga" - kannski ég taki smá sýnikennslu á Nasa.
En það var nú ekki það sem ég ætlaði að tjá mig um hér í dag. Heldur ætla ég nú að byrja að bæta fyrir letina undanfarið og hefja nýjan sagnabálk. Titillinn er hér fyrir ofan en undirtitill gæti kannski verið "Today is not my day."
Ég ætla að segja frá hinum ótrúlega mörgu skiptum sem ég hefði átt að drepast. Því miðað við allt og allt þá ætti ég alls ekki að sitja hér. Þau fjölmörgu skipti sem ég hef horft í augun á manninum með ljáinn eru svo mörg að ég er kominn á þá skoðun að ég sé ódrepandi.
Því ef ég væri ekki ódrepandi... þá væri ég dauður.
Fyrsti hluti þessa sagnabálks gerist á vordögum árið 1968. Hippar riðu húsum, Frakkar köstuðu steinum og um það leyti sem við hittum söguhetjuna...
(sem við reyndar gerum ekki í þessum kafla... sem meikar engan sens núna en mun gera það ef þú ert ekki hætt/ur að lesa)
...er söngleikurinn "Hair" að frumsýna á Broadway.
Eins og liggur í augum uppi var ég ekki fæddur þegar þetta allt gerðist. Og ef fólk væri flest eins og fólk er flest þá hefði ég aldrei fæðst. Ekki einu sinni komið undir.
Þannig var að foreldrar mínir höfðu verið í hnappheldunni í rúm fimm ár. Þau giftu sig í febrúar 1963, um tíu vikum áður en eldri bróðir minn kom í heiminn sem hlýtur að þýða að brúðarkjóllinn hafi verið úr latexi... eða allavega einhverju svona stretch-efni. En '68 virðist hafa verið komin einhver þreyta í mannskapinn og kallinn var farinn að halda við aðra kellu.
En þá varð mamma ólétt aftur.
Og sá gamli sá að sér og lét hina gelluna róa. Næsta vetur kom ég í heiminn, against all odds.
En það var nú ekki það sem ég ætlaði að tjá mig um hér í dag. Heldur ætla ég nú að byrja að bæta fyrir letina undanfarið og hefja nýjan sagnabálk. Titillinn er hér fyrir ofan en undirtitill gæti kannski verið "Today is not my day."
Ég ætla að segja frá hinum ótrúlega mörgu skiptum sem ég hefði átt að drepast. Því miðað við allt og allt þá ætti ég alls ekki að sitja hér. Þau fjölmörgu skipti sem ég hef horft í augun á manninum með ljáinn eru svo mörg að ég er kominn á þá skoðun að ég sé ódrepandi.
Því ef ég væri ekki ódrepandi... þá væri ég dauður.
Fyrsti hluti þessa sagnabálks gerist á vordögum árið 1968. Hippar riðu húsum, Frakkar köstuðu steinum og um það leyti sem við hittum söguhetjuna...
(sem við reyndar gerum ekki í þessum kafla... sem meikar engan sens núna en mun gera það ef þú ert ekki hætt/ur að lesa)
...er söngleikurinn "Hair" að frumsýna á Broadway.
Eins og liggur í augum uppi var ég ekki fæddur þegar þetta allt gerðist. Og ef fólk væri flest eins og fólk er flest þá hefði ég aldrei fæðst. Ekki einu sinni komið undir.
Þannig var að foreldrar mínir höfðu verið í hnappheldunni í rúm fimm ár. Þau giftu sig í febrúar 1963, um tíu vikum áður en eldri bróðir minn kom í heiminn sem hlýtur að þýða að brúðarkjóllinn hafi verið úr latexi... eða allavega einhverju svona stretch-efni. En '68 virðist hafa verið komin einhver þreyta í mannskapinn og kallinn var farinn að halda við aðra kellu.
En þá varð mamma ólétt aftur.
Og sá gamli sá að sér og lét hina gelluna róa. Næsta vetur kom ég í heiminn, against all odds.
Ummæli
Drullastu þá af enginu.
Word verification dagsins er:
bpoqrow. sem heyrðist þegar ég ropaði.