Við erum lifandi ennþá

...ég og tölvan mín

...en það munaði ekki miklu

...töpuðum handboltalandsleik

...á síðustu sekúndu

...og það fauk í mig

...svo ég sló tölvuna

...helvíti fast víst

...og daginn eftir

...vildi hún ekki í gang

...öll gögnin horfin

...harði diskurinn ónýtur

...keypti mér nýjan

...setti hann í sjálfur

...meiddi mig í puttanum

...og blóðdropi snerti diskinn

...nú virkar tölvan frábærlega

...en þegar ég vaknaði í morgun

...fann ég fyrir einhverju beittu

...sem stakkst út um hnakkann á mér

...það var skrúfa

Ummæli

Immagaddus sagði…
You are the Borg.
You have been simulated.
Resistance is futile.

Word verification dagsins er:
ifqgw. Hljóðið í hálsinum á þér.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu