Six degrees of Kevin Bacon
Einu sinni var til samkvæmisleikur sem hét Six degrees of separation. Hann gekk út á það að maður átti að geta tengst öðrum í samkvæminu í gegnum fyrrverandi hjásvæfur í færri en sex tengingum.
Þessi leikur þróaðist svo út í algera snilld sem heitir Six degrees of Kevin Bacon. Hann gengur út á það að hver einasti leikari í heiminum getur tengst Kevin Bacon í sex tengingum eða færri.
Dæmi: Elvis Presley þarf bara tvær tengingar. Hann lék í Change of Habit (1969) með Ed Asner, sem lék í JFK (1991) með Kevin Bacon.
Hér kemur svo gestaþraut.
Hver er stysta leiðin frá feitabirni að þessari mynd af væntanlegum Íslandsvinum og hótelgestum á Radisson SAS Hotel Saga? Það er hægt að komast á leiðarenda með því að smella á link hér á síðunni, annan link á þeirri síðu sem þú lendir á og svo framvegis. Það tekur sex smelli að sjá myndina. Svar birtist eftir nokkra daga.
Ummæli