Virkar nætur og hvað er klukkan?
Það er ákveðinn tími á nóttinni - ekki um helgar, bara á virkum dögum - þegar klukkan slær eitt högg nokkrum sinnum í röð og maður hefur ekki hugmynd um hvað klukkan er.
Jú, reyndar hefur maður alveg hugmynd. Maður veit að hún er ekki ellefu því að klukkan var ekki að slá ellefu sinnum.
En það er nótt og flestir sofnaðir, úti rífast stjörnurnar og máninn við skýin um hverjir eigi að ráða yfir himninum þessa nótt. En það heyrist ekki. Einstaka sinnum vælir köttur, eða bíll ekur framhjá nokkrum götum sunnar.
Eitt högg. Gæti þýtt hálftólf (samt varla), hálfeitt, eitt, hálftvö... eða hálfþrjú, gæti það verið?
Þessu fylgir skrítið frelsi. Veit ekki hvað klukkan er. Afsökun til að fara ekki að sofa.
Jú, reyndar hefur maður alveg hugmynd. Maður veit að hún er ekki ellefu því að klukkan var ekki að slá ellefu sinnum.
En það er nótt og flestir sofnaðir, úti rífast stjörnurnar og máninn við skýin um hverjir eigi að ráða yfir himninum þessa nótt. En það heyrist ekki. Einstaka sinnum vælir köttur, eða bíll ekur framhjá nokkrum götum sunnar.
Eitt högg. Gæti þýtt hálftólf (samt varla), hálfeitt, eitt, hálftvö... eða hálfþrjú, gæti það verið?
Þessu fylgir skrítið frelsi. Veit ekki hvað klukkan er. Afsökun til að fara ekki að sofa.
Ummæli
Word verification dagsins er:
pgusgfwf. Sem er maður niður við Bæarins bestu klukkan 05:30 blindfullur að biðja um pylsu með öllu.