Fahrvergnügen?

Einhverra hluta vegna þegar ég loggaði mig inn á blogger hérna á hótelinu mínu í útjaðri Manchester, þá komu allar upplýsingar á bloggsíðunni upp á þýsku.

Go figure.

En ég var að koma af Old Trafford þar sem ég sá Júnæted vinna Villa 2-1 með marki frá hinum eina sanna Óla Gunnari í uppbótartíma. Villi var að sjálfsögðu ekki ánægður með það.

Annar hápunktur dagsins var fyrir leik, eftir að ég hafði sótt miðann minn fór ég á Bishop Blaize, sem er pöbb rétt við völlinn þar sem menn koma saman fyrir leiki til að drekka bjór og syngja niðrandi söngva um Liverpool, Arsenal, Chelsea, Man City... já og fleiri. Ég stóð í biðröð, komst loks inn, keypti mér bjór og fór úr úlpunni. Og þá var reynt að drepa mig.

Málið er að ég á bláa United treyju með nafninu Gudjohnsen aftan á. Lókal húmor hjá mér. En menn misskilja oft og halda að þetta sé Chelsea treyja.

Og þetta var eitt af þeim skiptum.

Jæja, nenni ekki að blaðra lengur, enda er netaðgangurinn sem ég keypti fyrir tíu pund að renna út og ég þarf að fara að ná í meiri bjór, minn er að verða búinn og sem betur fer bara hundrað metrar á næsta pöbb.

Að lokum: You are my Solskjær, my Ole Solskjær. You make me happy when skies are grey. Though Alan Shearer was fucking dearer. Please don't take my Solskjær away.

Sign on. Sign on. Sign on. Sign on, but you'll never get a job, you'll never get a job.

Park, Park, wherever you may be, you eat dogs in your own country.
But it could be worse, you could be Scouse, eating rats in your council house.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu