02 janúar 2007

2007 byrjar vel

Margt og mikið er að gerast þessa dagana sem gefur góð fyrirheit um farsælt komandi ár. Hér eru nokkur dæmi sem eru engan veginn tæmandi listi, ég nenni bara ekki að telja allt upp.

Fjórar einkunnir sem ég fékk í Háskóla Íslands fyrir haustönn voru: 8,5 - 9,0 - 9,0 og 9,5.

Uppfærslan af Heddu Gabler sem ég á að leikstýra í vor er að komast á koppinn og að öllum líkindum verður gengið frá öllum samningum í janúar og verkið frumsýnt í maí.

Ég reyndi að borga barreikninginn minn á Grand Rokk í dag en bankakerfið er niðri þannig að það verður að bíða.

Ég tók að mér að þýða bók fyrir Námsgagnastofnun og það lítur út fyrir að ég ljúki því verki á um það bil viku. Þá fæ ég 280 þúsund krónur í vasann.

Jólaperan verður ekki sýnd aftur. Húrrei!

Mosi Frændi er að koma saman aftur. Að vísu erum við bara að hittast í kvöld til að spjalla, en það er samt jákvætt.

Í vikunni tökum við Chris til hendinni í eldhúsinu endalausa og flísaleggjum einn eftirmiðdag fyrir bjórkassa á mann.

Manchester United eru efstir í ensku deildinni.

Ég á afmæli bráðum og ætla að halda upp á það með stælum. Ekki með stæl, heldur með stælum.

HM í handbolta fer að byrja og við verðum örugglega heimsmeistarar.


Eins og ég segi.... árið byrjar vel!

Engin ummæli: